Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Page 139
139
alt af eimt eftir af gömlu trúnni, því talað er um bægsli
á orminum í Lagarfljóti, og að hann spúi eitri, en brekku-
snigillinn er bæði eiturlaus og bægslalaus.
Sögurnar um ormana í Lagarfljóti og Skorradals-
vatni bera það bezt með sér sjálfar, hvílík fjarstæða þær
eru. Það er alkunnugt, að hver dýrategund sem er, er
bundin við einhver stærðartakmörk, sem aldrei munar
mikið frá. Menn og hestar geta verið misstórir, en mað-
urinn getur aldrei orðið jafnlangur og hvalur eða hest-
urinn jafnlítill og mús. Jafnómögulegt er, að brekku-
snigillinn geti orðið alinnar langur, og enn fáránlegra er
að hugsa sér mílulangan eða jafnvel fimm álna langan
brekkusnigil, og hvernig ættu ormarnir að geta komið í
ljós fyrir stórtíðindum? Auk þess verður ekki annað séð,
en að menn hafi hugsað sér, að þessir ormar væru ei-
lífir, og sjá allir, hversu fjarstætt það er. Enn er gulls-
trúin. Menn hafa eflaust, haldið að það væri eðli brekk-
sniglanna, að gull yxi, ef það væn lagt undir þá, því
þess er hvergi getið, að þessi kynjamáttur þeirra stafi frá
göldrum eða annarri forneskju. Ef nokkur er svo trú-
gjarn að trúa þessu, þá vil eg ráða honum til að reyna
það sjálíum. Það væri engu til spilt, því ef satt væri,
væri hægt að taka brekkusnigilinn af gullinu, áður en
hann yxi til meins, og maðurinn væri auðugri eftir en
áður. En því miður mundi tilraunin ekki takast, því ef
alt gull yxi, sem væri lagt undir brekkusnigla, þá mundi
ísland verða hið auðugasta land í heiminum á fáum
árum.
Trúin á þessa kynjaorma hefir verið mest á 17.
öld, eins og öll önnur hjátrú hér á landi, en smádofnað
síðan, og mun nú vera horfin að mestu. Lengst hefir
eimt eftir af trúnni á orminn í Lagarfljóti. Síra Pétur
Jónsson á Valþjófsstað hefir skrifað um orminn og önn-
ur undur í Lagarfljóti í sóknarlýsingu, er hann sendi til