Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 140
140
Bókmentafélagsins 1841. Síra Pétur virðist vera þar til-
tölulega hjátrúarlítill, en þó er á honum að heyra, að
einhverjar kynjaverur muni eiga heima í fljótinu1. Eg
hefl því miður ekki sóknarlýsingu síra Péturs við hend-
ina, og get því ekki sagt, hvort þessar kynjaverur, sem
hann trúir eða hálftrúir á, eru ormurinn eða önnur fer-
líki. Eftir því, sem Múlsýslungar þeir segja mér, sem
nú (1900) eru í Möðruvalbskóla, er trúin á orminn al-
veg horfin hjá hinni yngri kynslóð, en aftur kvað eima
eftir af henni enn í dag hjá rosknum mönnum, og kerl-
ing ein dó þar um slóðir fyrir þrem árum, sem trúði á
orminn fullum fetum.
Þótt ekki sé tekið tillit til annars en stærðar orms-
ins i Lagarfljóti, þá er það með öllu ómögulegt, að hann
hafi getað átt sér stað. Fimm mílna lengd og mílu-
lengd nær engri átt, og ekki heidur sagnir þeirra, sem
láta orminn vera mörg hundruð faðma langan, en jafn
vel hundrað álna lengd er alt of mikil, þegar hún er
borin samnn við stærðina á fljótinu. Lagarfljót er að
vísu mikið vatnsfall, eftir því sem gerist hér á landi, en
það er þó ekki nema fjórðungur úr mílu á breidd, þar
sem það er breiðast, og 58 faðmar á dýpt, þar sem það
er dýpst,2 en víðast er það ekki nema nokkurir faðmar
á dýpt og 60—100 faðmar á breidd, og sumstaðar er
það svo grunt, að hægt er að ríða það.3 Hvernig ætti
nú 100 álna löng skepna að komast fyrir í þessu vatns-
falli, geta hreyft sig þar og haft alla sína hentisemi? Auk
þess eru jafnstór dýr hvergi til i ósöltu vatni, þótt leit-
að sé um viða veröld, og jafnvel ekki [ ótt meir en
1) Kalund, Bidrag til eu hist.-topograph. Beskrivelse
af Island II, bls. 247.
2) Andvari 1899 bls. 55.
3) Feröabók Eggerts Ólafssonar bls 796.