Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Qupperneq 141
helmingnum væri slegið af þessum ioo álnum. Reyndar
hafa átt að sjást geysimiklir ormar í vötnum annarstaðar
en á íslandi, t. d. í Storsjön í Svíþjóð, ait að 22 álnum
á lengd, en þeir hafa reynst trébútar og ýmislegt annað,
sem ekkert hefir átt skylt við dýraríkið.
Hvað er þá ormurinn í Lagarfljóti, eða hvað er það,
sem menn hafa haldið að væri geysimikill ormur? Eitt-
hvað hlýtur að liggja til grundvallar fyrir honum og að
minsta kosti sumum af hinum ormunum, því það er við-
sjárvert, eins og Eggert Olafsson segir, að telja sögurnar
urn þessa orma tóman uppspuna, þar sem svo margir
sannorðir menn hafa fullyrt, að þeir hafi séð þá, og stund-
urn margir menn í einu. Geta menn ekki hafa séð há-
karla eða hvali, og haldið, að þeir hafi verið ormar? Þetta
er mjög óliklegt. Hákarlar eru að vísu til í ósöltum
vötnum, sem áður hafa staðið í sambandi við sjó, en
þetta á sér ekki stað nema í vötnum í heitu löndunum
t. d. í Nicaragua-vatninu, og eg hefi hvergi rekið mig á,
að hákarlar gengju upp í ár. Hvalir lifa líka að staðaldri
í ósöltu vatni, en það þekkist heldur ekki annarstaðar
að en úr heitum löndum. Hvalir eru t. d. í Ganges á
Indlandi og í Amazonfljótinu og Orinokofljótinu í Vest-
urheimi. A hinn bóginn kemur það oft fyrir jafnvel á
Norðurlöndum, að ýmsar hvalategundir, svo sem hnísur
og háhyrningar (Orca gladiator), fara alllangt upp eftir
stórum ám til þess að elta lax og sel, og er ekkert þvi
til fyrirstöðu, að ormurinn, sem sást í Skaftá 1605 eða
1606, hafi verið hvalur, ef áin er annars svo
djúp, að hvalir geti gengið upp í hana. Litnum
ber saman við litinn á hvalategundum þeim, er nefndir
hafa verið, því þær eru hvítar á kviðnum, en ann-
ars svartar eins og ormurinn var, og háhyrningar
geta orðið alt að 13 álnum að lengd, svo hægt er
að blanda þeim saman við orma fyrir lengdar sakir