Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Page 142
142
þar, sem þeir eru sjaldsénir. Það geta þó ekki verið
hvalir, sem liggja til grundvallar fyrir orminum í Lagar-
fljóti, því þeir gætu eflaust ekki komist upp fyrir foss
þann, sem er í fljótinu, ekki heldur trébolir eins og í
Storsjön, þar sem Island er skóglaust land, og þá eru
ekki önnur úrræði en að hallast að skoðun þeirri, er
þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson hafa sett fram
fyrstir manna, svo eg viti, að ormurinn í Lagarfljóti og
skrimsli þau, er eiga að hafa sést þar, og bráðum verður
drepið á, séu ekki annað en ýmislega lagaðar gufur, sem
fari eftir ásigkomulagi loftsins, loftþyngd, áhrifum vinda
o. s. frv. A sama hátt skýrir síra Pétur á Valþjófsstað
ýmsar kynjamyndir, sem hann hefir sjálfur séð í Lagar-
fljóti eins og bráðum verður sýnt fram á, má ef til vill
skýra skrimsli þau, er sést hafa í Lagarfljóti á annan hátt,
en ormurinn verður að láta sér það lynda í bráðina að
vera að eins »reykur, bóla, vindaský«. Sama máli er
að gegna um flesta hina ormana, þótt skýringin sé reynd-
ar óljós og ónóg, meðan ekki er hægt að sýna fram á,
hvernig stendur á þessum þoku- og gufumyndunum.
Það styður annars skoðun þessa mjög vel, ef það er satt,
sem sagt er, að prestur eiun hafi róið yfir þvert Lagar-
fljót um miðja öldina þar, sem ormurinn sýndist vera,
til þess að sanna með því, að hann væri hégóminn
einber1).
Þá koma skr.imsli þau til sögunnar, er eiga að
lifa í ám og vötnurn, en ekki likjast ormum að sköpu-
lagi. Þau eru mjög margvísleg að lagi og útliti, eins og
sést bezt á lýsingum þeim, sem tii eru af þeim, og skal
eg nú geta um nokkur þess háttar skrimsli, er eg hefi
sögur af bæði að fornu og nýju. Mestar sagnir fara af
l) ÞjóSsögur J. Árnasonar I., bls. 639.