Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 145
145
af skrimslum þeim hafi verið, er sést hafa i stórám á
Islandi.
Hinn 22. fyrra mánaðar') var eg undirskrifaður ásamt
öðru verkafólki héðan við slátt á engjum hér upp með
Hvítá spölkorn frá henni. Veður var hvast og þurt, loft
nokkuð þykt, en sá þó stundum til sólar. Dæl var þar,
sem við slógum þann dag, og sá þaðan lítið til árinnar,
því bali var á milli. A honum höfðum við hverfistein
til að hvetja á Ijáina. Einn af okkur, Þorsteinn Sigurðs-
son, fór þangað að hvetja ljá sinn. Það var um rniðjan
dag. Þorsteini varð litið út á ána; sá hann þá flykki
mikið á eyri kippkorn frá landi. Það var gráleitt, og
gljáði, er sólin skein; var á digurð við nautsskrokk, en
talsvert lengra og mjótt til beggja enda, þó mjórra í þann
endann, er norður vissi, því það lá frá norðri til suðurs
eða því senr næst. Sá endinn, sem suður vissi, lyfti sér
dálítið upp við og við, svo að auðséð var, að þetta var
iifandi dýr; datt honum fyrst i hug, að þetta væri óvenju-
stór selur, en svo lyfti það suðurendanum svo hátt, að
hann sá neðan á það og var það þar mjallhvítt, eins og
bringa á veiðibjöllu. Þá réttist norðurendinn líka upp og
miklu hærra en hinn; krepti dýrið sig svo, að það leit út
næstum eins og latínu-v, er þó hallaðist æðimikið, og í
sama bili kom mjó strýta upp úr lægra hlutanum, þó
ekki upp úr endanum sjálfum, heldur dálítið ofar, þar sem
skrokkurinn gildnaði; var dýrið þá til að sjá einna líkast
því, að maður væri í bóndabeygju, sem kallað er, lægi á
lendunum, en lyfti upp herðum og höfði, og rétti upp
fæturna svo beint, að eigi sæi fyrir hnjánum, héldi svo
öðrum handleggnum beint upp. Þó varð strýtan ekki al-
veg eins há og mjórri endinn. Strýtan lækkaði svo aft-
1) Þ. e. ágúst 1893.
10