Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Síða 146
146
ur hægt og hægt, þar til hún var horfin, og um leið rétti
dýrið sig hægt og hægt úr kryppunni, og lagði sig af-
langt, eins og það var í fyrstu. Nú kom Þorsteinn til
okkar, og sagði okkur frá þessu; fórum við þá öll yfir á
balann að sjá þetta dýr. Það lá þá enn aflangt, og
hreyfði suðurendann (eg nefni hann svo til aðgreiningar),
líkt og það væri að kroppa eitthvað upp úr eyrinni; virt-
ist okkur ekki ólíkt því, að á þeim endanum væri háls
og höfuð, en á hinum digur hali. Þó er ekki hægt að
fullyrða það. Bráðum fór dýrið aftur að lyfta sér, og
komst i sömu stellingar, sem Þorsteinn hafði séð það, en
lagði sig svo aflangt aftur, og strýtan hvarf. Þetta ítrek-
aði það nú tvisvar með stuttu míllibili, og var þar eng-
inn munur á. Að þessum hrevfingum íór það hægt.
Við vildum gjarna sjá til þessu meiri hreyfingar; létum
við þá hunda gelta. Þá var sem dýrinu brygði nokkuð
við. Það lyfti sér snögglega upp, og setti sig i sömu
stellingar, sem áður er lýst; var þar ekki annar munur á
en að nú var hreyfingin snögg. Eítir litla stund rétti það
enn úr sér, og strýtan hvarf sem fvr, og fór það eins
hægt að því og áður. Við hefðum gjarna viljað, að bát-
ur væri nærri til að róa út á eyrina, en það var því mið-
ur ekki, og veður var of kalt til að vaða þangað eða
synda. Við fórum nú að slá aftur, en gættum þó bráð-
um aftur að dýrinu, og var það þá enn á eyrinni, og
enn eftir litla stund gættum við að því aí nýju, en þá
var það horfið. Við vorum sjö á engjunum, sem öll sá-
um dýr þetta; horfðum við á það nálægt hálfri klukku-
stund, og sýndist það einn veg öllum. Það sáum við,
að engjafólk frá Uthlíð horfði líka á það undir eins
og við1).
í Lagarfljóti hafa sést mjög margvísleg skrimsli, og
1) Páll Erlingsson í ísafold 1893, nr. 62.