Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Síða 147
M7
á eitt þeirra að vera í skötulíki. Skata þessi hefir niu
hala, og er hin mesta meinvættur, enda er luin baneitruð.
Skrimsli þetta gerði mörgum manni mein, því það lá á
ferjustað, en loksins kvað kraftaskáld eitt skötuna fasta
niður við botninn í fljótinu, og hefir hún engum manni
mein unnið síðan að marki. Onnur óvættur er í Lagar-
fljóti, sem margt mein hefir gert. Það er selur einn
stór og mikill. Hann liggur undir fossinum í fljótinu
utar en skatan. Selurinn var að lyktum kveðinn fastur
við klett, og hefir lítið borið á honum síðan. Þó sást
hann 1749 skamt undan landi, en leit út á belginn eins
og skata, þegar hún er nýdregin úr sjó’). Skatan og
selurinn i Lagarfljóti hafa verið alþekt á 17. öld, og sést
það berlega á kvæðum síra Stefáns Olafsconar8). 1749—
50 sáust ýms önnur ferlíki í Lagarfljóti en selurinn, og
sáu þau oft margir menn í einu. Eitt var á vöxt við
stóran sexæring, og fór hart mjög upp eftir fljótinu.
Annað var á að sjá eins og varða stæði upp úr fljótinu.
Það var kyrt fyrst, en tók svo á rás upp að landi.
Skrimslin sáust líka í ánum upp frá fljótinu. Tvö sáust
undan Hrafnkelsstöðum í hestslíki með miklu faxi og
brúskum upp úr hnökkunum. Þau voru svört tilsýndar
með hnúð á hryggnum og eins og hendur á bakinu.
Þriðja skrimslið, sem sást undan Hrafnkelsstöðum, rétti
upp tvær trjónur, og vatnaði yfir á milli. Tvö skrimslin
voru eins og stærstu hús. Þau skriðu á land upp og
lágu þar um stund1 2 3). Vorið 1819 sást skrimsli í Lagar-
fljóti fram undan Hafursá grátt að lit og að lögun eins
1) Þjóðs. J. Árnasonar I, bls. 639—40.
2) Kvæði síra Stefáns I, 1885, bls. 116—17.
3) Eftir Þjóðs. J. Árnasonar I, bls. 640, og Ferðabók
Eggerts Ólafssonar, bls. 794—95.
10*