Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 148
I4§
og hestur stæði á höfði, og vissi lendin upp. Hvorki
sáu menn fætur né nokkra anga út úr ferlíki þessu. Það
fluttist móti straumi og hægum vindi upp eftir fljótinu,
en fór mjög hægt, og hvarf á móts við Hallormsstað').
Seinast veit eg til, að skrimsli hafi sést í Lagarfljóti 1861.
Þá sáu þeir Daníel Þorsteinsson á Ormsstöðum og Arn-
björn Sigmundarson á Skjögrastöðum eitthvað svartleitt
úti á fljóti undan klöpp milli Hallormsstaðar og Buðl-
ungavíkur. Þeir skildu nú, og tók Daniel ekkert frekara
eftir þessu, en Arnbjörn gekk niður á klöppina. Honum
sýndist þetta fyrst vera líkt jaka með sandi eða sandflækt-
um viðarhríslum, en það kom að landi, og sá Arnbjörn
þá glögt sköpulag á því. Hann hefir lýst þvi á þessa
leið: Þegar þetta svam að landi, var að sjá sem á dökk-
leitt, breitt hestsbak, faxlaust, mjórra að framan. Haus-
inn var lítill og stuttur. Eyrun voru stór og breið.
Hvorki sá Arnbjörn nugu né kjaft. Honum sýndust fæt-
ur eða uggar skaga út frá skrokknum, þar sem framfætur
eiga að vera, og urðu bárur af. Þá varð Arnbjörn hrædd-
ur og hljóp burts).
Um skrimslið í Haukadalsvatni er fyrst getið 1644.
Pétur Einarsson lögréttumaður á Baliará segir í annálstúf
sínum, að þá hafi rekið upp úr vatninu flykki með rifj-
um, líkt meiðarhval(l). Ekkert sást dökt á flykki þessu.
Ef það var borið x eld, fuðraði hann upp. Menn héldu,
að þetta væri af ormi eða skrimsli, sem hafði sést í vatn-
inu um veturinn1 2 3). Resen segir í íslandslýsing sinni,
1) Þjóðsögur I, bls. 640—41.
2) Eftir handriti Jóns Sigurðssonar í Njarðvík eystra.
Handrit þetta er í safni Bókmentafélagsins í Höfn, en mór
hefir gleymst að færa til númer.
3) Eftir handriti Gísla Konráðssonar í hndrs. A. M.
276, 8vo.