Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Page 149
149
að rifin hafi verið tvö, stærri en hestrif og kengbogin.
Kjötið, sem hékk við þau, var bláleitt, og vildu hvorki
fuglar né önnur dýr eta það. Enn segir Resen, að
skrimsli hafi sést í Haukadalsvatni 1674, eins og klettur
kæmi upp úr vatninu. Það var hér um bil 10 álnir að
breidd og hér um bil 5 álnir að hæð. Resen hefir
þetta eftir Arna Hákonarsyni frá Vatnshorni, sem sjálfur
sá skrimslið.
Arni bóndi á Jörfa og aðrir Haukdælir hafa sagt, að
menn, sem áttu leið fram með vatninu, hafi oft séð eins
og tveir biklausir bátar stæðu uppi á hvolfi. Einu sinni,
þegar þetta sást við vatnsendann, var farið þangað, sáust
þá bæli tvö sviðin ofan í grasrót, og var eins og aska
eftir'.
Víða eiga að vera til skrimsli annarstaðar en þar,
sem um er getið, og ska! eg fyrst nefna þau, sem hafa
sést í völnum eða lygnu vatni.
A 18. öld kom skrimsli upp um is á Vesturhóps-
valni með dunum og dvnkjum. Það var áttfætt og lík-
ast því í vexti og sköpulagi, sem tveir hestar væru fastir
saman á rössunum, enda sýndust vera tvö höíuð á þvi.
Skrimsli þetta veitti manni eftirför, sem gekk um vatnið,
og át fyrir honum hangikjötskrof, sem hann bar, upp til
agna, svo ekkert sást eftir af því nema beintuggur1 2 3.
Maður hét JónJónsson, skilgóður maður, og bjó að
Hrafnabjörgum í Hörðudal. Hann var á ferð um Rauða-
melsheiði, og sá þar, sem Götuvötn heita, eins og þrír
biklausir bátar væru á hvolfi, og var einn. minstur. Jón
ætlaði að hyggja betur að þessari nýlundu, þegar hann
færi yfir heiðina aftur; en þá var alt horfið8. Gísli hafði
1) GMi KonráSsson þar, sem til er vísað.
2) Þjóðs. J. Arnasonar I, bls. 139.
3) Gísli Konráðsson.