Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 151
15i
atburði þessum, og hugðu þeir helzt, að þeir hefðu séð
skrimsli’.
Loksins verður að minnast hér á Katanesdýrið, en
ekki þarf að fjölyrða um það, þar sem Jón Þorkelsson
getur þess svo rækilega1 2 3. Þó er til lýsing af því, sem
er svo frábrugðin lýsingunni í Þjóðólfi, sem Jón fer mest
eftir, að vert þykir að taka hana hér upp. Skepna þessi
hefir rauðan haus líkan hvelju á að líta eða öllu heldur
nýflegnu kjöti. Búkurinn er digur og á stærð við tveggja
ára gamla nautkind, og sýnist loðinn lítið eitt. Kjaftur-
inn er stór með löngum vígtönnum úr efra skolti. Hal-
inn er nokkuð langur með sama lit og hausinn. Ókind
þessi hefir fjórar lappir, er lágfætt, með sex klær á hverri
löpp, og stendur ein þeirra beint aftur. Gangur hennar
er likastur því, þá hestur hoppar í hafti, því hún stekkur
meira en gengur8. I Isafold4 er drepið á, að það hafi
verið trú manna, að dýrið sakaði alls ekki, þótt kúluskot
færi þvert í gegnum það, heidur sletti það að eins halan-
um fyrir gatið, og væri þá alt heilt og gróið. Eins átti
að leggja af því megna fýlu og ódaun. Ritstjóri ísafold-
ar gerir auðsjáanlega skop að dýrinu; en vera má samt,
að þessi tvö atvik, er hann færir tii, hafi verið trú manna,
og er þeirra því getið hér.
Þá er að geta skrimsla þeirra, er rr.enn hafa þózt
verða varir við í rennanda vatni, og ekki er rætt um
áður.
Skrimsli hefir sést í Jökulsá á Brú fyrir ofan brúna.
1) Eftir sögu GuSmundur Bjarnasonar á Bóndastöðnm
í Norður-Múlasýslu 1899.
2) Þjóðs. og munnmæli 1899, bls. 434—439.
3) Norðanfari 1876, nr. 31—32 eftir. bréfi af Suður-
laudi 10. júlí 1876. Sbr. 1876, nr. 43—44 og 1878, nr.
27—28.
4) 1876, nr. 20.