Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 153
153
prestssetrið Mýrar í Álftaveri fram í Kúðafljót, rétt fyrir
austan Mýrnamannahöfn, og gekk upp í hann silungur
úr fljótinu, einkum þá út hallaði sumri; hafði eg þar
veiði nokkura í læknum með lagneti, þá eg var Þykkva-
bæjarklaustursprestur frá 1814—1817. Árið iSi^barsvo
til, að þá unglingspiltur nokkur, er hjá mér var, fóreinu
sinni um sláttulok í ljósaskiftunum ríðandi að vitja utn
netið, eins og hann var vanur, fældist hesturinn undir
honum við þyt af einhverri skepnu, sem hann sá óglögt,
en sýndist þjóta undan hestafótunum frá læknum, og
þótti honum sem líkast hundshaus eða selshaus á, með
nokkurs konar vængjum eða bægslum, er dýrið veltist á
með jörðu rneð mjög miklum hraða í hnattarliki, dökk-
leitt að lit. Ekki virtist honum þessi skepna lengri en
svaraði stórum ketti eða hvolpi. Ur þessu varð þessarar
skepnu vart alt fram á jólaföstu í ýmsum stöðum, eink-
um í illviðrum, en aldrei í svo björtu, að betur greint
yrði, enda varð eigi sleinsnari nær henni komist; lúrði
hún stundum undir túngarði á Mýrum skamt frá stöðli,
svo mjaltakonur urðu hennar varar. Einu sinni kölluðu
þær mig til að sjá hana. í þvi eg kom, spratt hún und-
an garðinum upp á túnið, svo eg sá iiana vart í skugg-
sjá', en heyrði að eins þyt hennar fram eftirtúninu, sem
kólfi væri skotið. Seinast á jólaföstu varð skepnu þess-
arar vart í svo nefndum Suðurhögum fyrir sunnan Land-
brotsá, sem er lítið vatn, er yfir um er farið frá Mýr-
um, þá á klausturkirkjuna er riðið; eru hagar þessir mjög
víðlendir valllendishagar, er ná fram á mela og fjörur,
hvar útfall Kúðafljóts fellur einnig í sjó. Aldrei varð
skepnu þessarar framar vart hvorki eftir né áður.
Um 1860 varð vart við skrimsli í Álftaveri. Páll
sonur Símonar Jónssonar Magnússonar á Kirkjubæjar-
1) Líklega sama sem sjónauki.