Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Page 155
móðirin. Skepna þessi lagði annað barðið upp á borð-
stokkinn á kænunni, og vildi hvolfa henni, og komst
maðurinn til lands með naumindum'. Jón frá Grunna-
vík segir aftur, að silungamóðirin sé eins og silungur að
sköpulagi, en miklu stærri. Sagt er, að silungamóðir,
sem veiddist i Ljósavatni í Þingeyjarsýslu, hafi verið gef-
in Ljósavatnskirkju og hafi hún verið svo stór, að hún
hafi náð frá þröskuldinum í kirkjudyrunum og inn að
altarisgráðunum1 2, en það hafa verið io álnir að minsta
kosti.
Loksins má geta um skrimsli eitt, er hefst við í
Baulárvallavatni á Snæfellsnesi, og er sagt, að það sé
Tögld tröllkona afturgengin3.
Sagt er að beinagrindur af stórum og luralegum
dýrum, sem enginn þekti, hafi fundist við ýmsar tjarnir
og vötn, og er þess getið áður að nokkuru4 5. Beinagrind-
ur þessar eiga að vera af skrimslum, en aftur halda sum-
ir, að það séu leifar af dýrum þeirn, sem fórust í Nóa-
flóði forðum, þegar bein af hvölum eða öðrum stórum
dýrum finnast all-langt frá sjó, eða þá að þau hafi fokið
þangað'k
Vatnaskrimslin halda sig venjulega í vötnum þeim
og ám, er þau eiga heima í, en við ber þó, að þau leggj-
ast á land upp og hafa fundist eftir þau bælin sviðin of-
an í grasrót. Fyrir hefir og komið, að þau hafi gengið
all-langt á land upp, en þó er þess fremur sjaldan getið
í sögunum urn þau. Stundum koma þau upp nm is á
vötnum með braki og brestum. Þau birtast fyrir stór-
1) Þjóðs. og muimmæti 1899, bls. 244—45.
2) Landfræðissaga Þorvalds Thoroddsens II, bls. 320-21.
3) Þjóðs. og munnmæli 1899, bls. 382—83.
4) Sbr. lika Þjóðs. J. Árnasonar I, bls. 84, 88, 89.
5) Landfræðissaga, bls. 179, 185.