Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Qupperneq 156
tíðindum, eins og ormarnir, en leitast sjaldan við að gera
mönnum mein, og eru þau ólík sjóarskrimslum að því
leyti. Sjaldan er þess og getið, að heyrst hafi glamra i
þeim, en það er altítt um sjóarskrimslin, eins og seinna
segir. Svo er að sjá, sem menn hafi hugsað sér, að
vatnaskrimslin ættu afkvæmi saman, og virðist sagan um
Götuvatnaskrimslin benda á það. Þau eiga því ekki að
vera eilíf eins og ormarnir.
Trúin á vatnaskrimsli lifir enn góðu lifi á Islandi,
eins og sést á því, að margar sögurnar um þau eru ný-
legar og sumar jafnvel spánnýjar, en þó lítur svo út,
sem menn hafi heldur skaplegri hugmynd um þau nú
en áður gerðist, því flestar nýju sögurnar eru kynjaminni
en þær görnlu. Hefði dýrið, sem sást í Hvítá 1893, sést
á 17. öld, þá er eg viss um, að það hefði verið gert að
einhverri voðaskepnu, en frásögnin um það í Isafold er
alveg hjátrúarlaus og mjög skýr og skilmerkileg. Ef menn
helðu eins ljósar lýsingar af öllum skrimslum, sem sést
hafa, þá væri hægra að eiga við þau en nú er; en því
er ekki að heilsa.
Valnaskrimslin eru mjög misjöfn að sköpulagi og
eðli, enda munu vera mjög mismunandi tildrög til sagn-
anna um þau. Sum eru alveg tilbúningur, svó sem Kata-
nesdýrið; því það kom seinast upp úr kafinu, eins og
kunnugt er, að smalastrákar, sem áttu að gæta fjár, en
nentu því ekki, lugu upp sögunni um ferlíki þetta til að
afsaka hyskni sína. Sama máli mun vera að gegna um
ýms önnur skrimsli, svo sem laxamóðurina og silunga-
móðurina. Menn hafa eflaust hugsað sér, að þessi fer-
liki gætu af sér laxa og silunga, en allir sjá, hve það er
fjarstætt. Engin dýr geta átt öðruvisi afkvæmi en þau
eru sjálf, því hér geta vanskapnaðir ekki komið til f reina,
enda eru þeir mjög sjaldgæfir. Hesturinn getur ekki get-
ið af sér hund, og álfdn getur ekki átt grátitling. Hvern-