Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Page 157
ig ætti skatan þá að geta getið af sér silunga og laxa?
Og ekki er sagan um silungamóðurina, sem var vaxin
eins og silungur, sennilegri. Mér er ekki Ijóst, hvað
silungar geta -orðið lengstir, en tíu álna langur silungur
er jafnómögulegur og ósamkvæmur öllum náttúrulögum
og 50 álna hár maður.
Sköturnar og hákarlarnir í ánum á Suðnrlandi eru
líka að öllum likindum ástæðulaus tilbúningur, enda virð-
ist sagan um upptök skötunnar í Þverá benda á það.
Dautt er dautt. Það er ómögulegt að það dýr, sem er
einu sinni steindautt, geti lifnað aftur, og þá ekki gömul
og hörð skata. Annars virðist mér ekki óhugsandi, að
skötur og hákarlar kunni að villast upp í stórfljótin á
Suðurlandi einstöku sinnum, þótt eg viti engin dæmi til
þess, en þá er ekki að ræða um nein skrimsli, heldur
fiska blátt áíram, og það er víst, að skötur og bákarlar
geta ekki hafst þar við að staðaldri. Flest þau skrimsli,
er gengið hafa á land upp, hljóta og að vera uppspuni einn,
því hér á landi lifa engin dýr, hvorki í sjó né ósöltu
vatni, sem geta gengið á land upp, nema selir, og ef
nokkur fótur er fyrir Öræfa-skrimslinu 1860, þá hlýtur
það að hafa verið selur, því bjarndýr munu aldrei hittast
þar um slóðir. Menn geta hugsað sér, að selurinn hafi
verið klökugur að utan, og því hafi glamrað í honum.
Hér eru ekki til dýr þau, er lifa annarsstaðar á Norður-
löndum við ósalt vatn og í þvi að nokkuru leyti, hvorki
otrar né bjórar, svo þau geta ekki komið hér til greina.
Mýra-skrimslið hlýtur þvi að hafa verið eitthvert landdýr,
því svo lítur út, sem það sé ekki tilbúningur einn. Mér
kom fyrst til hugar, að það hefði verið einhver fugl, sem
hefði flogið lágt; enda virðist vera bent til þess í sög-
unni, þar sem getið er um nokkurs konar vængi, en
mér þykir þó sennilegra, að það hafi annaðhvort verið
tóa eða öllu fremur útileguköttur. Skrimsli hefir það