Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 158
IS8
ekki verið, en dýrið sást aldrei öðru vísi en í myrkri,
svo ekki verður sagt með vissu, hvers kouar dýr það
hafi verið. Selurinn og skatan í Lagarfljóti geta ekki
heldur hafa verið til. Selir lifa að vísu í ýmsum stöðu-
vötnum, sem áður hafa staðið í sambandi við sjó, svo
sem í Kaspíbafi og Aralvatni í Austurálfu, enda eru vötn
þessi nokkuð sölt, en þess eru engin dæmi hér á landi.
Og ef selur lifði í Lagarfljóti, hiyti að verða oftar vart
við hann en orðið hefir.
Meiri fótur viiðist vera tyrir skrimslum þeim og
ferlíkjum, er sést hafa í Hvítá og Ölfusá, og það er
víst, að dýrið, sem sást þar 1893, hefir verið hvalur, en
ekki selur, eins og getið er til í Isafo'd. Þess eru eng-
in dæmi, að selir hafi flækst hingað til álfunnar úr
Kyrrahafi norðanverðu, enda er ekki hægt að gizka á,
hverja leið þeir ættu að koma. Liklega nyrðri leiðina,
annaðhvort vestur um Austurálfu eða austur um Vest-
urálfu, en sú leið er löng og torsótt, jafnvel selum, enda
liggja engir straumar þaðan hingað til lands. Og hvað
ætti strýtan að vera, sem sást upp úr dýri þessu, ef það
hefði verið selur?
Þess er áður getið, að nvalir syndi stundum upp
stórár til þess að elta sel og lax, og svo hefir verið um
þennan hval. Hann hefir svo álpast upp á eyii, og hef-
ir höfuð hans vitað til suðurs, en sporðurinn norður.
Hann hefir brotist um til þess að reyna að losa sig, og
rétt þá ýmist upp sporðinn eða höfuðið eða hvorttveggja
í einu, en strýtan, sem kom upp úr dýrinu, er ekkert
annað en bakugginn, því hann hefir horfið við og við
og komið aftur í ljós eftir því, hvernig hvaiurinn bylti
sér. Hreyfingar hvalsins hafa sést ógjörla, því auðséð er
á skýrslunni, að fólkið hefir verið all-langt frá dýrinu,
og er það aðalgallinn við hana, að ekki er tekið fram,
-hve fjarlægðin hafi verið mikil. Dýrið virtist vera mjall-