Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 159
159
hvítt að neðan, og kemur það vel saman við lit ýmsra
hvala eftir því, sem áður segir, en gráleitt að ofan, og
hefir þessi gráa slikja eflaust stafað af þvi, að sól skein
á dýrið, því hvalurinn hefir verið svartur á bakinu.
Loksins hefir hvalurinn getað losað sig aftur af eyrinni,
og farið leiðar sinnar, og hefir hann þá horfið fólkinu
sjónum. Ekki er gott að gizka á, hvers konar hvalur
þetta hefir verið. Hnisur eru of litlar, liðugar 3 álnir,
og háhyrningar aftur of stórir, en þeir hafa mjög háan
og hvassan bakugga, eins og nafnið bendir á. Hver veit,
nema að hvalur þessi hafi verið höfrungur, því hann
hefir líka langan bakugga, og áhöld eru um stærðina á
honurn og dýrinu, sem t'ólkið sá. Vissara mun og vera
að kenna hvölum um seladrápið í Hvitá en skrimslum,
því margir tannhvalir eru grimmir mjög, svo sem höfr-
ungar og háhyrningar. Þeir ráðast jafnvel á stórhvali, og
drepa þá.
Skrimslin, sem sáust í Öifusá á 17. öld og Hvitár-
skrimslið téii, hafa og eflaust verið einhverir hvalir,
þótt lýsingarnar séu nokkuð kynjalegar. Skrimsli þessi
voru flekkótt eða dröfnótt, með löngum hornum, og er
tekið fram um Ölfusársknmslin, að trjónan hafi staðið
fram tír þeim. Þetta bendir á náhval [monodon mono-
ceros), því hann er móblettóttur, og fram úr honum
gengur trjóna, sem getur orðið alt að 3 álnum að lengd,
en það er vinstri vígtönnin í efra skoltinum á karldýr-
inu, því að í kvendýrinu komast tennurnar aldrei upp
úr gómnum. Eg vil þó ekki fullyrða, að það sé ná-
hvalur, er liggur til grundvallar fyrir þessum skrimsa-
sögum, en víst er um það, að náhvalir eru til hér við
land. 19. apríl 1824 rak t. d. náhval á Kollafjarðaroesi
í Strandasýslu, og er til lýsing af honum eftir Einar