Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Page 160
Jónsson dannebrogsmann, er þá bjó á Kollafjarðarnesi.'
Magnús Stephensen segir reyndar, að það »sýnist tvíl-
laust«, að fiskur þessi hafi verið sverðfiskur (Xiphias
gladius), en lýsiugin ber greinilega með sér, að það hef-
ir verið náhvalui, og því hvalur, en enginn fiskur. Það
er ekki að furða, þótt íáfróður almúgi gerði sjaldgæf dýr
að skrimslum, þegar sjálfur Magnús Stephensen, langfróð-
asti maður, sem þá var uppi á Islandi, blandar saman
spendýri og fiski.
Enn er eftir að gera grein fyrir mörgum vatna-
skrimslum, svo sem flestum af þeim, er menn hafa þózt
verða varir við í vötnum eða tjörnum, og má telja þar
til Lagarfljótsskrimslin, því Fljótið er miklu líkara stöðu-
vatni en á að ofan. Það er hverju orði sannara, sem
Eggert Olafsson segir, að það er ómögulegt, að önnur
eins ferlíki og eiga að hafast við í Lagarfljóti geti synt
upp og ofan fljótið þar. sem það er tiltölulega mjótt og
grunt, eins og áður er skýrt frá. Jafn-ómögulegt er, að
þau gætu dulist þar svo tugum ára skiftir, svo að menn
yrðu ekki varir við þau. Ef þau væru til, hlytu menn,
sem fást við veiðar í fljótinu að verða varir þeirra. Þau
' hlyti líka að hafa rekið einhvern tíma, því vatnið er svo
grunt sumstaðar, að þessi bákn geta ekki borist til sjávar.
Hvorugt hefir þó átt sér stað. Auk þess er lagið á
þessum skrimslum og mötgum öðrum vatnaskrimslum
alveg ósamrýmilegt við öll dýr, sem menn þekkja, ekki
að eins hér á landi, heldur um víða veröld. Aftur er
enginn efi á þvi, að eitthvað hafa menn séð, og skal eg
nú leitast við að skýra, hvað það hefir verið.
Vatnaskrimsli eiga að hafa sést viða ánnarstaðar en
á íslandi, svo sem í Storsjön á Jamtalandi í Svíþjóð og
1) Klausturpóstur VII, bls. 157—58. Sbr. Árbækur
Espólíns XII, bls. 148.