Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 161
iél
í Suldalsvatninu í Noregi. í Storsjön hafa sést skrimsli
við og við frá byrjun 19. aldar, og seinast alveg nýlega.
Oftast hefir skrimslið verið í laginu eins og bátur á
hvolfi eða trébútur, en stundum hefir það þó verið með
hnúðum, bægslum, örmum eða fótum. Höfuðið hefir
stundum virzt vera eins og rætur á furutré. Stundum
hefir skrimslið líka litið út eins og maður á bát, eða
maður á kjöl á hvolfdum bát. Oftast hefir skrimsli
þetta verið á hraðri ferð, og farið jafnvel stundum jafn-
hart og gufuskip.1 Skrimslið í Suldalsvatni hefir Iíka
sést oft, en stundum liðið langt á milli. Það sást t. d.
í september 1892, og var þá á hraðri ferð, svo að vatn-
ið ólgaði upp á bakkana. Það var í laginu eins og bát-
ur á hvolfi, svart að lit og hárlaust. Ekkert höfuð sást
á skrimslinu og ekki heldur sporður né bægsli. Það, sem
upp kom af skrimslinu, var 8—9 álnir að lengd. Það
var hér um bil 5 mínútur ofan vatns, en hvarf svo aft-
ur. Sagan er áreiðanleg, og bar tveimur sjónarvottum
alveg saman urn lýsinguna.2 Þegar skrimslið sást, var
það í hátt eins og sagt hefir verið eða svipað því, en
var þó stundum nokkuru lengur ofan vatns, alt að 10
mínútum. Lýsingum þessum svipar mjög til sumra ís-
lenzku lýsinganna, og kemur manni ósjálfrátt til hugar,
að sænsku og norsku skrimslin séu skyld þeim íslenzku,
en varla munu landnámsmenn þó hafa flutt skrimsli
hingað frá Noregi, eins og kýr, kindur og hesta.
Vorið 1893 sáu þrír menn Suldalsskrimlið, og kom-
ust að raun um, hvað það var, svo skýrsla þeirra er all-
merkileg. Fyrst sáu þeir ókyrð á vatninu, og var hún
svo mikil, að vatnið varð gruggugt, en froða myndaðist
1) Naturen 1899, bls. 99.
2) Naturen 1892, bls. 306—312.
11