Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Síða 162
á yfirborðinu. Jafnframt skaut einhverju upp, sem var
keimlíkt allmiklum trébút, en þetta var all-langt frá landi,
svo að það sást ógjörla. Mennirnir skutu nú út bát, og
reru þangað, er skrimslið hafði verið, en urðu einskis
vísari, nema þeir sáu loftbólur koma upp við og við.
Aí því að vatnið var gruggugt, réðu þeir, að eitthvert
rót mundi hafa komist á botninn. Mennirnir héldu nú
til lands, en höfðu þó auga á vatninu. Skömmu seinna
sáu þeir, að vatnið fór aftur að ólga og énn meir en
áður, svo að þeir hugðu, að hefði bátur verið á þvi, þá
mundi hann hafa fylst vatni. Jafnframt kom ferlíki eitt
upp yfir yfirborð vatnsins í laginu eins og stór bátur á
hvolfi. Það vaggaðist upp og ofan, og seig svo i kaf
hægt og hægt, þangað til lítið sást af því. Skrimslið lá
grafkyrt, þegar ókyrðin minkaði í vatninu. Mennirnir
stukku nú í bátinn, og reru að skrimslinu, en þetta var
þá ekki annað en hálfrotnaðar jurtaleifar, hefilspænir,
trébútar og svo grugg neðan frá botninum. Bákn þetta
var allmikið ummáls og allþétt, en þó gátu þeir félagar
ekki komið þvi að landi í heilu lagi. Aftur liðuðu þeir
flykkið í sundur með ár, og sáu, að það var bygt eins
að innan og að utan, og að það var fjarri því að vera
nokkuð skrimsliskent.1 Appellöf skýrir nú frá þvi, hvern-
ig stendur á atburðum þessum, og kemur það í ljós, að
þeir eru fjarri því að vera nokkuð óeðlilegir, og að
skrimslin eru svo fjarri því að vera lifandi dýr, að þau
standa jafnvel ekki i neinu sambandi við dýrarikið. Eg
fer hér mest eftir Appellöf, en hefi þó bætt ýmsu inn í
til frekari skýringar.
Lofttegund ein er nefnd methan eða létt kolavatns-
efni (CH4), og myndast hún alstaðar þar, sem lifræn (org-
1) Om ferskvandenes og havenes 5>söorme« eftir dr. A.
Appellöf i Naturen 1899, bls. 97—108.