Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 168
alt' af á sama svæði til martsímánaðar loka, þá seinast frétt-
ist þaðan. Greinilegast lýsti honum fyrir herra amtmanni
Stepháni Thórarenssyni kaupmaðurinn í Siglufirði J. P.
Hemmert, og kvað hann orminn oftast halda sig örgrunt
og að kalla upp við landsteina, vera mjög seinfæran, hvít-
leitan að lit, sem einu sinni hefði leitt fólk til að halda
þar kominn dauðan hval, og fugl seztan á, er þó ekki
vildi reynast svo, þegar vitjað var um; gizkaði hann á,
að lengd ormsins, eftir því, sem næst yrði komist, mundi
vera hér um bil 150 faðmar eður 450 danskar álnir, þótt
ekki sæist hann með jafnaði allur í senn, heldur virtist
að geta dregið sig saman og haldið stundum báðum end-
um til djúps, en sett kryppuna upp, ellegar og vera hálf-
ur í sjó1)*. Ormur þessi sést enn þá við og við undan
illviðrum, og er hann stundum líkur hval með tveimur
kryppum upp úr, en stundum er hann likastur löngu tré
með rót á enda. Til eru sagnir um það, að maður nokk-
ur, sem dó á 14. öld, hafi gengið aftur, og orðið að
skrimsli þessu, enda dregur það nafn af honum, og er
kallað Dala-Rafn2).
Hin ormssagan á að hafa gerst 1764. »Þann vetur
þóttust menn sjá sjóskrimsl við Hrólfssker í Eyjafjarðar-
mynni, nær 12 álnum að lengd og með hnútum. Það
svam inn með iandi»3).
Að því, er Dala-Rafn snertir, þá ber sagan um upp-
tök hans með sér, að hér getur ekki verið um neitt veru-
legt dýr að ræða, enda er lengdin svo afskapleg, að ekk-
ert dýr hefir verið til jafnlangt síðan dýralíf byrjaði á
jörðunni, og þá ekki fyrir Dölum á 18. öld. Sagan er
sjálfsagt tilbúningur frá upphafi til enda, eins og svo marg-
1) Minnisverð tíðindi I, bls. 250—251.
2) Þjóðs. og munnmæli 1899, bls. 307—308.
3) Árbækur Espólíns X., bls. 73—74.