Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 169
169
ar sjóormasögur. Hrólfsskersormurinn getur aftur hafa
verið margt, en líklega hefir hann verið nokkrir smáhval-
ir, sem hafa synt hver á eftir öðrum. Hvalir eru oft
vanir því, og synda stundum svo mörgum hundruðum
skiftir eftir þráðbeinni línu. Þegar svo ber undir,
kváðu þeir vera mjög keimlíkir bugðóttum ormi,
og er þetta eflaust fóturinn fyrir mörgum sjávar-
ormasögum. Annars er það margt annað, bæði dautt
og lifandi, sem menn hafa haldið að væri sjóormurinn
mikli. Sjávarormur einn, sem sást í Noregi, var bjálki,
annar var elgsdýr, sem synti yfir mjóan fjörð. 1848 rak
ófreskju eina í Orkneyjum, sem enginn þekti, og menn
héldu að væri sjávarormurinn, en þetta reyndist að vera
beinhákarl, og segir Líltken, háskólakennari í Kaupmanna-
höfn, að makkinn, sem á að vera á sjávarorminum eftir
mörgum lýsingum af honum, sé ekkert annað en bak-
uggarnir á beinhákarlinum, þvi þeir eru oft trosnaðir eða
klofnir í sundur1). Eg veit ekki til, að menn hafi kom-
ist nær rauðkembingnum en þetta. Eitt af sjávarskrimsl-
um þeim, sem sáust nálægt Hammerfest 1894 og við
Hvaler í Noregi 1898 var líka beinhákarl, en annað var
keimlíkt búra (Physeter macrocephalus)2. Sjávarormurinn
hefir sést oft við Noreg, og á fyrra hluta þessarar aldar
lifði norskur maður, sem hafði orðið svo frægur að sjá
13 sjávarorma, en hætt þykir við, að frásagnir hans séu
nokkuð orðum auknar3).
1892 kom út bók eftir alkunnan dýrafræðing, A. C.
Oudemans, forstjóra dýragarðsins í Haag í Belgiu. Bók-
in er á ensku og heitir The great Sea-serpent eða sá
1) Söormen í Tidsskr. for populære Fremstillinger af
Naturvídenskaben 1855, bls. 400—-408.
2) Naturen 1899, bls. 69—77.
3) Naturen 1892, bls. 306—312.