Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 170
mikli sjóarormur. Bókin er 600 síður og með 82
myndum. I henni eru 187 lýsingar af orminum, og
mun höfundurinn hafa tínt þar til flest, sem til er um
ferlíki þetta, bæði satt og logið. Þó hefir hann eflaust
ekki náð í söguna um Dala-Rafn. Seinast í bókinni lýs-
ir höfundurinn dýrinu mjög nákvæmlega, og færir til
mynd af því, en hvorttveggja er að eins bygt á lýsingum
þeim, er hann hefir komist yfir og engu öðru, svo að
þetta er alt mjög hæpið. Oudemans kemst að þeirri nið-
urstöðu, að sjóormurinn sé spendýr, skylt selum, sem geti
orðið alt að 200 fetum að lengd. Hann segir, að það sé
ákaflega hálslangt, en afturhluti dýrsins sé þó enn lengri1).
Rit Oudemans er að engu nýtt að öðru leyti en því, að
þar eru flestar sagnir um sjóarorminn tíndar saman á
einn stað, en það mun þó vera áreiðanlegt, að sjómenn
hafa einstöku sinnum rekið sig á eitthvert dýr, sem nátt-
úruvísindin þekkja ekki. Appellöf hyggur, að það sé ein-
hver hákarlstegund ein eða fleiri, sem liggur tii grund-
vallar fyrir sögunum um sjóarorminn, þegar annars nokk-
ur hæfa er til í þeim, og byggir hann það meðal annars
á því, að 1880 veiddist fiskur í net við norðurhluta Vest-
urheims, sem var keimlíkur hákarli og 25 feta langur, en
honum var slept aftur í sjóinn. Auk þess reka hákarlar
oft höfuðið upp úr sjónum, og sést það bezt, þegar þeir
eru hafðir í sjávarhaldi (Aquarium), en hið sama eiga orm-
arnir oft að gera. Sjómenn hafa og oft séð hákarla teygja
sig allhátt upp úr sjónum. Menn hafa sjaldnast þózt sjá
ugga á skrimslum þeim, er þeir hafa séð standa upp úr
sjónum og kallað sjávarorma, en það getur komið til af
þvi, að eyruggarnir á hákarlinum hafa legið að búknum,
en bakugginn hefir verið niðri í sjónum.
Líklega eru til fleiri íslenzkar sjávarormasögur en þess-
1) Naturen 1893, bls. 118—121.