Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Page 171
ar tvær, sem eg hefi náð í, því það væri kynlegt, ef íslending-
ar hefðu farið varhluta af trúnni á ferlíki þetta, sem annars
er til hjá öllum mentuðum þjóðum, þar sem þeir eiga að
slíkan aragrúa af annars konar kynjasögum um skrimsli
og ófreskjur, er eiga að lifa í sjónum.
I Þjóðsögum Jóns Arnasonar eru furðulega fáar sjáv-
arskrimsla-sögm, því hann minnist að eins á 7 sjávar-
skrimsli, en í raun og veru fer hann að eins með 4 sjávar-
skrímslasögur, þegar sagan um Nadda er talin með. Eg
verð því að færa til nokkurar slíkar sögur bæði til þess,
að menn geti fengið ljósari hugmynd um þessar kynjaver-
ur en áður hefir verið kostur á á prenti, og til þess,
að færi geti gefist til að sýna mönnum fram á, hvað
sjávarskrímslin eru í raun og veru; en vandi er að velja,
þvi eg hefi fyrir mér 7 5 óprentaðar skrimslasögur, en
margar eru þær keimlíkar. Eg skal þá reyna til að velja
þær, sem einkennilegastar eru og markverðastar, og skal eg
fyrst geta skrimsla þeirra, er einhver fótur virðist vera fyrir.
Skrhnsli á Breiðafirði. Haustið 1844 voru drengir
tveir allvel greindir einhvern dag litlu fyrir hálfrökkur
að ganga að kindum um úteyjar þær, er liggja undir
Hvallátur, sem er bygð ey á Breiðafirði, en er þeir komu
upp á ey þá, er Yztey heitir, sáu þeir dýr eitt hér um
bil rúma 20 faðtna norður frá sér á eynni viðlíka stórt
og fullorðinn sauð; virtist þeim þá, sem dýr þetta stæði
þegar upp, því það hækkaði mjög. Þó fengu þeir enga
fætur séð á því eða lofta undir kviðinn. Siðan tók það
undir sig stökk mikið qorður af klettunum þar, sem þeir
eru fullar 10 álnir á hæð, og fram í fjörugrjótið, sem þar
er fyrir neðan, og strax þaðan aftur út i sjóinn þar norð-
ur af. Dýr þetta var hvítleitt á lit, aflangt og snubbótt
fyrir báða euda. ’ Haustið 1848 var maður á ferð fram á
Látrabjargi í þoku, og heyrði þá óvenjulegt dýrsorg, og
sá jafnframt dýr, sem hann þekti ekki. Þess er getið til,