Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Page 172
172
að þetta muni hafa verið sams konar dýr og piltarnir sáu, og
ganga sögur frá, að menn beggja vegna á útnesjum Breiða-
fjarðar hafi orðið varir við þess konar skepnur áður fyrri').
Sjóskrimsli á Hellu. Kvöld eitt gengu konur til fjóss
á Hellu á Arskógsströnd sem oftar, og sáu þær þá, að
skrimsli kom þar heim á túnið. Það var á stærð við
veiðihund danskan, og hringlaði í því, eins og skeljum
væri glamrað. Konurnar urðu hræddar, hlupu inn, og
sögðu, hvað títt var; fóru þá karlmenn út, og sáu þeir,
að skrimslið hélt að bænum. I þessum svifum tóku
hundar að gelta, og brá skrimslinu svo við það, að það
sneri aftur. Hundarnir eltu það ofim á ás einn lítinn
milli bæjarins og sjóarins, og hvarf það, þegar kom nið-
ur fyrir ásinn; héldu menn, að það hefði komist i sjóinn,
og hefir ekki orðið vart við það síðan. Það er trú manna,
að sum skrimsli séu mjög hrædd við hunda og gelt þeirra1 2).
Njarðvíkurskrimslið. Björn bóndi í Njarðvik eystra,
ráðvandur maður og óskrej'tinn, var einu sinni að binda
hey þar á vellinum og Þorkell Jónsson með honum. Þeir
sáu hvar dýr kom hlaupandi neðan frá sjónum á stærð
við tvævett tryppi, og stefndi beint á þá. Þegar dýrið
var komið fast að þeim, greip Þorkell birkirá, og sló til
þess, en misti þess; varð dýrinu svo illa við þetta, að
það sneri þegar við, og hvarf aftur í sjóinn.
Skálanessskrimslið. Maður er nefndur Sveinn. Hann
bjó á Seljamýri í Loðmundarfirði fyrir nokkurum árum.
Þegar hann var um fermingaraldur, átti hann heima á *
Skálanesi í Seyðisfirði. Það var eitt kvöld, að hann lék
sér með öðrum börnum í skemmu, sem var utanvert í
þorpinu, og sáu þau, hvar stórt dýr kom heim frá sjón-
1) Gestur VestfirSingur II, bls. 41—42. III, bls. 65.
2) Eftir handriti Gísla Konráðssonar í hndrs. Á. M.
276, 8vo.