Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Qupperneq 174
174
stuttir, svo ógjörla sá undir kviðinn, grátt að lit, hárlaust,
hálsinn enginn, en haus eða trjóna fram úr skrokknum
með fjarskastórum kjafti, er það hafði opinn og augun
stærri en í nokkurri kú. Maðurinn hafði ekkert í hönd-
um nema lítið viðarknippi samanbundið. Hann sigaði
fyrst á dýrið hundinum, en seppi fyrtist, og hljóp heim.
Siðan fleygði hann viðarböglinum í kjaftinn á því, hljóp
síðan i króka til að komast hinumegin við það, því dýr-
ið var á milli hanS og fjárins. Þetta tókst, því dýrið var
seinna í snúningum en maðurinn. Hann hljóp þá, hvað
kunni, ekki beint heim, heldur fyrir féð, er hann ætlaði
að reka heim með sér, því hann var enn ekki orðinn
mjög hræddur. Þegar maðurinn var búinn að hlaupa svo
sem 50 faðma, náði dýrið með kjaftinum utan í annað
lærið á honum, en ekki dýpra en í yztu buxurnar. Hann
rykti á, svo buxurnar rifnuðu, og kjafturinn slapp af;
tekur hann þá til fóta, og stefnir beint heim; getur hann
hlaupið nokkuru lengra en í fyrra sinni, þar til dýrið nær
honum aftur, og bítur utan í sama lærið í gegnum tvenn-
ar nærbuxur, og rispaði skinnið svo dreyrði úr, líkt og
það hefði verið rifið með skrápi. Þarna sat maðurinn
fastur í kjaptinum á dýrinn, rykti á, en gat ekki losast,
barði þvi með hnefanum á hausinn á því; losnaði þá
kjaftur þess af lærinu, en náði aftur í vetlingana utan á
handarjaðrinum, svo enn var hann fastur, barði því með
hinni hendinni nokkur högg þangað til hann losnaði;
hleypur þá alt hvað af tekur, þar til hann kemst í mó
við völlinn; fer þá að draga sundur. Áður hafði eltinga-
leikurinn verið á sléttri mýri. Þegar hann kom heim að
vellinum, leit hann til baka, og sá þá dýrið ekki; heldur
hann síðan sem fljótast heim; voru þá yztu buxurnar á
manninum rifnar upp í hald og ofan í fald, og tvennar
nærbuxur tuggnar og rifnar utanlærs upp á lærhnútu og
ofan fyrir kné, en stykki bitið úr tvennum vetlingum,