Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Page 46

Eimreiðin - 01.07.1899, Page 46
að hún gæti haft áhrif í stjórnmálum, hafði henni ekki dottið í hug. En henni fanst mjög sennilegt að svo væri. »Svo þér haldið það, Mr. Johnson; þér haldið það virkilega, að ég geti styrkt yður.« »Vafalaust. Ég hefi talsvert fengist við kosningar áður, bæði fyrir hann Smith sáluga og fleiri og hefi veitt þvi eftirtekt, að það er þýðingarlaust að reyna að vinna, þar sem konan er á móti manni. Alt er undir þvi komið að hafa hana góða, þá er maður- inn sjálfsagður lika. Þeir verða að taka tillit til þess hvað þær segja. — Jú, þér getið mikið hjálpað mér. Talið þér máli mínu við vinkonur yðar, og þær munu sjá um mennina.« »Það skal ég gera. Ég skal gera alt, sem i mínu valdi stend- ur, til þess að þér náið kosningu. En ég krefst þess í staðinn, að þér útvegið okkur atkvæðisrétt við kosningar.« »Það er sjálfsagt. Ég skal fylgja því fram á þinginu, að konur fái atkvæðisrétt, því þær eru eins færar um að taka þátt í stjórn- málum eins og við karlmennirnir. Þeim er gert lægra undir höfði í öllu, en það er alveg rangt.« »Þetta er vel og viturlega talað, en ekki dugar að veita öllum konum jafnrétti. Það er nú til dæmis konur eins og hún Ingi- björg; þér verðið að sjá um að þess háttar konur fái ekki at- kvæðisrétt.« »Já — en það er óvíst, hvort hægt verður að gera slíkar undantekningar.« Nú opnuðust dyrnar og prestur kom inn. Hann var rúmlega miðaldra maður, hár vexti, fölur í andliti og skegglaus. En hann jafnaði það upp með því að hafa sítt hár, sem náði ofan fyrir eyru. Hann heilsaði Johnson vingjarnlega og þakkaði honum fyrir síðast. »Nú er ég kominn að leita styrks til yðar,« sagði Johnson. »Og — meðan ég man, skal ég geta þess, að þér eigið hjá mér fimtíu dollara. Tuttugu og fimm eru frá safnaðarmönnum, og tuttugu og fimm frá mér. Þér getið fengið þá þegar þér óskið eftir.« »Þakk’ yður fyrir þessa rausnarlegu gjöf og alt annað, sem þér gerið til útbreiðslu guðsrikis.« Frúin talaði á sömu leið og sagði, að það væri ekki eins og þegar ólundarpakkið þar úr nágrenninu væri að pira úr sér einum eða tveimur dollurum. »Minnist ekki á það,« sagði Johnson. »En svo ég víki að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.