Eimreiðin - 01.07.1899, Qupperneq 46
að hún gæti haft áhrif í stjórnmálum, hafði henni ekki dottið í
hug. En henni fanst mjög sennilegt að svo væri.
»Svo þér haldið það, Mr. Johnson; þér haldið það virkilega,
að ég geti styrkt yður.«
»Vafalaust. Ég hefi talsvert fengist við kosningar áður, bæði
fyrir hann Smith sáluga og fleiri og hefi veitt þvi eftirtekt, að
það er þýðingarlaust að reyna að vinna, þar sem konan er á móti
manni. Alt er undir þvi komið að hafa hana góða, þá er maður-
inn sjálfsagður lika. Þeir verða að taka tillit til þess hvað þær
segja. — Jú, þér getið mikið hjálpað mér. Talið þér máli mínu
við vinkonur yðar, og þær munu sjá um mennina.«
»Það skal ég gera. Ég skal gera alt, sem i mínu valdi stend-
ur, til þess að þér náið kosningu. En ég krefst þess í staðinn,
að þér útvegið okkur atkvæðisrétt við kosningar.«
»Það er sjálfsagt. Ég skal fylgja því fram á þinginu, að konur
fái atkvæðisrétt, því þær eru eins færar um að taka þátt í stjórn-
málum eins og við karlmennirnir. Þeim er gert lægra undir höfði
í öllu, en það er alveg rangt.«
»Þetta er vel og viturlega talað, en ekki dugar að veita öllum
konum jafnrétti. Það er nú til dæmis konur eins og hún Ingi-
björg; þér verðið að sjá um að þess háttar konur fái ekki at-
kvæðisrétt.«
»Já — en það er óvíst, hvort hægt verður að gera slíkar
undantekningar.«
Nú opnuðust dyrnar og prestur kom inn. Hann var rúmlega
miðaldra maður, hár vexti, fölur í andliti og skegglaus. En hann
jafnaði það upp með því að hafa sítt hár, sem náði ofan fyrir eyru.
Hann heilsaði Johnson vingjarnlega og þakkaði honum fyrir síðast.
»Nú er ég kominn að leita styrks til yðar,« sagði Johnson.
»Og — meðan ég man, skal ég geta þess, að þér eigið hjá mér
fimtíu dollara. Tuttugu og fimm eru frá safnaðarmönnum, og
tuttugu og fimm frá mér. Þér getið fengið þá þegar þér óskið
eftir.«
»Þakk’ yður fyrir þessa rausnarlegu gjöf og alt annað, sem
þér gerið til útbreiðslu guðsrikis.«
Frúin talaði á sömu leið og sagði, að það væri ekki eins og
þegar ólundarpakkið þar úr nágrenninu væri að pira úr sér einum
eða tveimur dollurum.
»Minnist ekki á það,« sagði Johnson. »En svo ég víki að