Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 75

Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 75
195 Johnson var nógu hygginn til þess að láta ekkert bera á fögnuði sínum yfir þessu boði. Hann sat þegjandi eins og hann væri að íhuga málið. Fimm hundruð dollara fyrir ekki neitt, ef hann aðeins vildi framfylgja því, að stjórnin kastaði í hít þessa gráðuga félags nokkrum miljónum dollara af landsfé. Stjórninni og félaginu bar það á milli, að stjórnin vildi lána féð, en félagið vildi að það væri gjöf. Og nú var það að bera fé á þingmenn, til þess að eiga víst fylgi þeirra. — Fimm hundruð dollara, — jú, það var ekkert áhorfsmál að taka því; það er ekki á hverjum degi, að mönnum í Kanada — jafnvel þó þingmenn séu — gefst tæki- færi á að innvinna sér svo laglega upphæð fyrir ekkert. »Yður mun' þykja boð mitt oflágt,« sagði Agúst, þegar hann sá, að Johnson ætlaði ekkert að segja. »En það getur lagast. Ég hækka það upp í sex hundruð dollara.« »Leyfið mér að fullvissa yður um, að þér hafið misskilið þögn mína. Ég var að yfirvega málið. Boð yðar er höfðinglegt, og ég er yður þakklátur fyrir það.« »Og þér takið því?« »Já. Hér er hönd mín.« Þeir tóku höndum saman. »Beztu þökk fyrir,« sagði Agúst. »Ég sé, að þér eruð vitur og réttsýnn stjórnmálamaður; yður dylst ekki, hve þarflegt fyrir- tæki vort er fyrir ríkið í heild sinni.« »Það er mjög þarflegt, og ég hefði álitið það skyldu mína að styrkja það eftir megni, jafnvel þó engra launa væri að vænta, en þvi fremur geri ég það sem þér launið fylgd mína jafnhöfðing- lega.« »Þá er málið komið í bezta horf. Gæti ég nokkurntíma gert yður greiða, þá leitið til min.« »Það boð skal ég nota mér síðar — -— þakk’ yður fyrir.« »Af því ég á mjög annríkt, ætla ég ekki að tefja lengur,« sagði Agúst og stóð upp. »Við skiljum hvor annan, er ekki svo?« Jú, þeir skildu hvor annan. Það var ekki hætt við öðru. Þeir gengu samhliða út á strætið, og kvöddust þar. Þetta var merkisdagur í lífi Johnsons, Hann hafði náð sæti í þingsalnum, og grætt 600 dollara. Mánuði síðar átti þing að koma saman, og Johnson fór til Ottawa viku áður. Það á ekki við í sögu þessari, að skýra frá 13*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.