Eimreiðin - 01.07.1899, Page 115
235
nú tekið miklum eða litlum framförum á þessu tímabili. Sem sönnun fyrir því,
að framfarirnar séu eigi alllitlar, bendir hann fyrst á, hve stórkostlega viðskifta-
magn verzlunarinnar við önnur lönd hafi vaxið (t. d. úr rúmum 3 milj. 1849
upp í rúmar 15 milj. 1896) og siglingar til landsins aukist (t. d. lestarúm út-
lendra skipa 1863—72 rúmar 15 þús. smálestir, en 1896 nálega 72 þús. smálestir).
Af hinum útfluttu vörum séu landvörurnar hér um bil */, og hafi vörumagnið,
að því er þær snertir, haldist nokkumveginn óbreytt hinn síðasta mannsaldur.
Aftur hafi útflutningur á sjávarafla, sem nú sé um 2/s alls þess, er útflutt sé,
aukist stórum. Þannig var t. d. 1849 ekki flutt út nema 5lU milj. pd. af salt-
fiski, en 1896 rúmlega 22 milj. pd. Það sé því auðsætt, að sjávarútvegurinn hafi
tekið meiri framförum en nokkur annar atvinnuvegur, enda hafi á síðustu árum
margt verið gett, til þess að styðja hann: keypt þilskip, bygð íshús, veitt lán úr
landssjóði, breytt hjúalögum, auknar eimskipaferðir o. s. frv. »En þrátt fyrir
þessar framfarir«, segir höf., »er þó enn mikils í vant. Fyrst þegar menn taka
að reka fiskiveiðar á eimskipum, má vænta, að íslendingar geti fyllilega fært sér
í nyt fjársjóðu hafsins. Unz það verður, verða þeir að láta sér lynda, að Eng-
lendingar, Frakkar og Ameríkanar hrifsi úr höndum þeim þau dýrindi, sem þeir
sjálfir ættu að njóta. Þannig er t. d. sagt, að afli Frakka einna við ísland sé
meiri en íslendinga sjálfra. Enn Tneiri samgöngubætur, einkum lagning ritsíma
og raddsíma millum héraða, munu og geta aukið aflamagnið stórkostlega. Eins
og nú er á statt, getur verið algert aflaleysi og atvinnuskortur á einum stað,
þó gnægð sé af fiski í nálægum fjörðum, án þess að sjómenn viti af; og þó þeir
nú vissu það, þá mundu þeir ekki á sínum opnu fleytum geta fært sér það
verulega í nyt. Ef menn, eins og á Finnmörk, hefðu raddsíma millum allra
fjarða og eimskútur til fiskiveiðanna, þá mundi rnega margfalda aflamagnið mörg-
um sinnum.« Yfirlit yfir innfluttar vörur segir höf. bendi mjög á bættan efna-
hag manna, t. d. aukin sykurkaup (1840: 1,81 pd. á mann, en 1896: 27,92 pd.)
og kaffikaup (1840: 1,54, en 1896: 10,33). Reyndar sé sykureyðslan á mann
hálfu minni en í Danmörku, en hinn mikli vöxtur hennar bendi þó á bættan
efnahag og sýni, hve fátæktin hafi verið mikil áður. Kaffieyðslan þykir honum
furðu mikil, því hún sé meiri en í nokkru öðru landi í Norðurálfunni. En hann
gætir þess ekki, að á íslandi er svo sem ekkert drukkið af tei, en mikið í öðrum
löndum. Samanburðurinn verður því ekki réttur, nema hvorttveggja sé tekið í
einu lagi, bæði te og kaffi. Merkilegt er að sjá, að þrátt fyrir aukið kaupmagn
var nákvæmlega jafnmikið keypt af brennivíni á mann árið 1896 eins og 1840
(5,05 ptt.). Brennivínsdrykkjan hefir því ekkert aukist og þakkar höf. það hinum
öflugu bindindishreyfingum nú á síðustu árum. — En auk þess að viðskifta-
magnið hefir vaxið, hafa íslenzku vörurnar hækkað mjög i verði í samanburði
við útlendu vöruna. Þannig þurfti t. d. 1849 9,7 lpd. af saltfiski eða 35,5 pd.
af ull til þess að kaupa eina rúgtunnu, en á síðustu árum hefir hún fengist fyrir
7 lpd. af saltfiski eða 22 pd. af ull.
í miðkafla ritgerðarinnar skýrir höf. ffá, á hvem hátt verzlunin sé rekin
(lausakaupmenn, fastakaupmenn, kaupfélög o. s. frv.) og hve óheppilegar afleið-
ingar vöruskiftaverzlunin hafi í mörgum greinum. Kaupfélögin álítur hann að
hafi gert mikið gagn, og megi vel vera, að þau eigi enn mikla framtíð í vænd-
um. Þó hafi hinar miklu samgöngubætur hinna síðustu ára dregið töluvert úr
nauðsyn þeirra, og geti því vel svo farið, að samkepnin hleypi svo miklum dug
í fastakaupmennina, að þeir nái til sín allri verzluninni aftur. Ekki lízt honum
á þá tillögu, að láta kaupfélögin fá einkarétt til allrar verzlunar í landinu. »Það