Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Qupperneq 2
hafði mönnum verið veitt mysa, ýmist ómenguð eða görótt.
Matur var allur íslenskur, svo og drykkjarföng, og var þetta
gert til að leggja áherslu á heimaöflunarstefnu félagsins.
Kaupfélag Svalbarðseyrar, Kjötiðnaðarstöð KEA og Mjólk-
ursamlag KEA og nokkur sveitaheimili á Norðurlandi lögðu
til matinn, en kokkur var Bjarni Ingvason frá Kaupfélagi
Svalbarðseyrar. Þjóðlegt yfirbragð máltíðarinnar vakti at-
hygli og er hér birtur matseðillinn.
Eftir að menn höfðu snætt, kvaddi einn norðlenskur ráðu-
nautur sér hljóðs og las upp vísu er hann hafði hripað á
serviettuna:
Borðin hlaðin býsna góðum föngum,
biða eftir matarást hjá þér.
Mysan bætir líðan okkar löngum,
ljúft er það að dvelja um stundir hér.
Drottinn leiði drösulinn minn,
drjúgur var hann síðasti áfanginn.
I hófinu voru flutt ávörp og afmælisbarninu færðar gjafir.
Jón Helgason landbúnaðarráðherra vænti áfram góðs sam-
starfs við Ræktunarfélagið, Ásgeir Bjarnason, formaður
Búnaðarfélags Islands, vakti athygli á þeirri bjartsýni og þeim
þrótti sem einkenndi félagið í upphafi og enn nú 80 árum
síðar. Jónas Pétursson, fyrrum tilraunastjóri, rifjaði upp
minningar frá vinnu sinni hjá Ræktunarfélaginu fyrir 50 ár-
um. Steindór Steindórsson, fyrrum formaður félagsins, talaði
um menningarlegt gildi ræktunar og Hjörtur Eiríksson, for-
stjóri iðnaðardeildar SlS, árnaði félaginu heilla.
Magnús B. Jónsson, skólastjóri, afhenti bókagjöf frá
Hvanneyrarskóla, ritgerðasafn, ritgerðatal, kennslubækur og
bókina Hvanneyri 90 ára, alls um 25 titla. Jón Bjarnason,
skólastjóri, færði gjafir Hólaskóla, mynd af Hólum, borðfána
skólans og bókina Bændaskólinn á Hólum 1882-1982. Guð-
mundur Jónsson, fyrrum skólastjóri, gaf þrjú fyrstu heftin úr
ritsafninu Bóndi er bústólpi. Gunnar Sæmundsson, formaður
Búnaðarsambands V.-Húnvetninga, afhenti bókagjöf frá
4