Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 126
Ferðalög utan við þau, sem eru í tengslum við það leið-
beiningarstarf og fundi, sem að framan getur, eru fá. Helst má
nefna ferð til að skila niðurstöðum heysýna í V-Hún. sl. haust.
Fylgst hefur verið allnáið með þróun heykögglagerðar sem
fyrr. Heykögglasamstæða Stefáns í Teigi hefur starfað all-
mikið í ár. Auk þess að köggla hey fyrir einstaka bændur hefur
allmikið verið kögglað af svonefndum „Heimakögglum“ fyrir
Fóðurvörudeild KEA og Kf. Svalbarðseyrar. Sl. vor kögglaði
Stefán allmikið í Skagafirði. Bændur hafa flestir notað sér
íblöndunaraðstöðu samstæðunnar og notað fiskimjöl, maís
o.fl. til að styrkja heykögglana. Heimafóður í Húnavatnssýsl-
um hefur átt við tæknivandamál að stríða, sem nú virðist sjá
fyrir endann á.
Tvær greinar hafa birst eftir mig í Frey — önnur ásamt
meðhöfundum um könnun á virkni súgþurrkunar og hin um
búskap almennt. Þá ritaði ég um ýmis efni varðandi heygæði
og sláttutíma o.fl. í Ársritið 1982.
Sótt var um Vísindasjóðsstyrk til kaupa á víðsjá og smásjá
vegna kalrannsókna og fengust til þess kr. 60.000. Auk þess
fengust kr. 100.000 úr Framleiðnisjóði í nóv. 1982 til kalverk-
efnis. Þakkar félagið þessum aðilum vel fyrir.
Skipulögð var ferð fólks úr Hrafnagilshreppi til Borgar-
fjarðar í júní í vor.
Aðstandendur jarðarinnar að Hrísum í Víðidal, V-Hún.
buðu félaginu formlega upp á tilraunaaðstöðu á jörðinni. —
Málinu var vísað til Tilraunastöðvarinnar á Möðruvöllum.
Formlegir styrkir úr Styrktarsjóði félagsins hafa ekki verið
veittir enn sem komið er á árinu, utan einn til Ara Teitssonar
vegna farar hans erlendis til að kynna sér loðdýrarækt.
Er þá upp talið það helsta, nema snúningar og snatt á
skrifstofu sem engu tali tekur hvort eð er.
Starfsfólk.
Bjarni E. Guðleifsson er sem fyrr í 3A úr starfi hjá félaginu.
Sigurlína Snorradóttir vann við efnagreiningar allan daginn
frá því í byrjun sept. 1982 til áramóta. Gunnfríður Hreiðars-
dóttir er í föstu starfi. Vann hún fullan vinnudag til 31/1
128