Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 97

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 97
rétt á eftir var rekið mikið högg i þilin. Að morgni voru föturnar og allt kyrrt, en óglögg klóarför sáust þar í hjarnfrerum." „Líkt dýr varð fyrir Eiriki bónda Magnússyni að Sörlastöðum, þar á milli bæja. Sagði hann að það hefði verið eins stórt og naut. Það elti hann heim.“ Loks er svo að geta sædýrs er sást í Skálanesi við Seyðisfjörð utanverðan. Þegar Sveinn Skúlason (siðar á Seljamýri í Loðmundarfirði), var ungl- ingur í Skálanesi, „lék hann sér einhverju sinni með fleiri börnum í skemmu úti á hlaði. Hann var um fermingu, en öll hin yngri. Áður en varði sjá þau stórt dýr, gráskjöldótt, koma frá sjónum heim á hlaðið. Er þar hár og brattur bakki upp að fara. Börnin urðu skelkuð, lögðu aftur skemmuhurð- ina, og spelkuðu að innanverðu. Þegar dýrið komst eigi inn i skemmuna, lagðist það upp að þilinu. Var það svo riðamikið og þungt, að hrikti og brakaði í þilinu.“ Stuttu síðar „rétti dýrið sig við, hljóp ofan að sjó og steypti sér i hann. Töldu börnin að dýrið hefði verið miklu stærra en nokkurt annað sem þau þekktu. (Haft eftir Sveini sonarsonarsyni Sveins Skúlasonar). (Þjóðsögur Sigfúsar V. bindi, 1. útg. bls. 113). Allar virðast þessar sýni hafa átt sér stað snemma á 19. öldinni, líklega með fremur stuttu millibili. Minnir þetta á svipaðar sagnir í Viðfirði, sem fara hér á eftir. 16) Sœdýrin í Mjóafirði, eystra. í þjóðsögum Sigfúsar 5. bindi, bls. 109, er greint frá nokkrum dýrasýnum úr Mjóafirði, sem hafðar eru eftir Pálínu Waage (1917), á Hesteyri í Mjóafirði. (Einnig í „Skoðað í skrínu“ Eiríks á Hesteyri, Ak. 1978, bls. 64.). Jón bóndi Árnason, er bjó á Hesteyri litlu eftir miðja 19. öld, rak eitt sinn fé sitt út í svonefnd Ekruvík, og gekk svo heim að fjárhúsi á svonefndu Borgartúni, spöl niður frá bænum. „Þokuloft var og veðurhægðmikil." Allt í einu verður hann þess var að féð kemur á fleygiferð á eftir honum, og á eftir því dýr „á stærð við vetrung, með langan hala, eða skott, og var kleppur eða brúski yzt á halanum, rauðbleikt og sem hárlaust að sjá. Það settist á hól ofanvert við fjárrétt þar nærri.“ Ekki þorði Jón út úr húsinu fyrr en komið var fram í rökkur, en „þá fór dýrið loks í brott og hvarf í sjóinn. Enginn þekkti það og kölluðu menn það því skrímsli." Árni Vilhjálmsson frá Brekku virðist hafa séð svipað dýr „er hann gekk til fjár inn á ströndina frá Brekku, innanvert við Vígdeildarhamar. 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.