Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Qupperneq 37
sennilega um 4 kg á íbúa, í Belgíu og Hoilandi 3 kg, í Frakk-
landi tæp 2 kg og 1 kg á Ítalíu. Mest er hrossaslátrun á Italíu,
í Frakklandi og í Póllandi, samkvæmt þessum heimildum.
Fordómar gegn neyslu hrossakjöts eru útbreiddir, og í skýrsl-
um er þess getið, að í Bretlandi, Irlandi, Danmörku og
Þýskalandi sé hrossakjötsát allt að þvi bannorð. Þótt erfitt sé
að spá um neyslu hrossakiöts hér á landi í framtíðinni vil ég
vekja athygli á niðurstöðum könnunar á kjötneyslu Islend-
inga, sem unnin var við Viðskiptadeild Háskóla Islands fyrir
fjórum árum (8).
Kannaðar voru neysluvenjur og viðhorf til hinna ýmsu
kjöttegunda meðal rúmlega 1000 giftra kvenna um land allt.
Svör bárust frá tveim af hverjum þrem þeirra. Greinilega kom
frarn, að hrossakjöt var fyrst og fremst hversdagsmatur, neysla
þess var minni í þéttbýli, sérstaklega á Reykjavíkursvæðinu,
en í sveitum, og viðhorf til neyslu þessarar kjöttegundar voru
jákvæðari meðal eldra fólks en þess yngra. Vísbendingar
komu fram um minnkandi frekar en vaxandi neyslu á
hrossakjöti án tillits til verðs. Því má bæta við, að þær spár
sem uppi hafa verið um heildarkjötneyslu á mann í landinu,
benda til þess, að hún muni lítið breytast á næstu árum. Af
einstökum kjöttegundum er gert ráð fyrir aukningu á neyslu
alifugiakjöts, nautakjöts og svínakjöts, en minnkandi neyslu á
hrossakjöti og kindakjöti. Að sjálfsögðu eru slíkar spár um-
deilanlegar, en þó tel ég óráðlegt að sniðganga þær í umræð-
um um framleiðslumálin.
Fækkun — rœktunarbúskapur.
Öll skynsamleg rök benda til þess, að hrossastofn landsmanna
sé orðinn allt of stór. Þetta er ekki síst áhyggjuefni í köldu
árferði, sem rýrir gæði beitilanda bæði til sumar- og vetrar-
beitar. Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunautur, glöggur
og raunsær ræktunarmaður, sem hefur manna besta yfirsýn
yfir stöðu hrossaræktarinnar, telur að fækka megi í stofninum
um a.m.k. þriðjung (3). Nefnd landbúnaðarráðherra, sem
áður var vikið að, komst einnig að þeirri niðurstöðu að veru-
lega megi fækka hrossum, bæði bændum og hestamönnum að
39