Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Side 42
um ævina. Þetta gerðist í október 1974 og væri vandalítið að
skrifa langa grein um þá ferð eina saman, allt frá þeirri stundu
er við lögðum af stað og lentum í nokkrum erfiðleikum með að
koma íslensku heyi í gegnum tollinn i New York. í sambandi
við höfuðerindi ferðarinnar þótti ófært að fara heylausir til
heykögglasérfræðinga þar ytra, sem varð til þess að G'.sli greip
með sér heypoka heiman frá sér. Tollvörðum á Kennedy-
flugvelli þótti þessi tugga frá Gísla hin grunsamlegasta.
Vafalítið hefur sjaldan verið þefað og þukklað meira á ís-
lensku heyi í annan tíma en við þetta tækifæri. Mætti segja að
tollararnir héldu sig þarna hafa komist í feitt og gómað
meiriháttar hasssmyglara. Ingimundur kom þeim þó von
bráðar í skilning um hvaða metall þetta væri í raun, af sinni
meðfæddu kurteisi og brosandi hreinskilni, og málið leystist
farsællega og við fengum að spígspora með stráin frá Hofi
hvert á land sem var. Er mér ekki kunnugt um að íslenskt hey
hafi fyrr borist til villta vestursins eins og þessi strá frá Hofi
komust fyrir rest.
Að þessu sinni verður ekki orðlengt frekar um ferð þessa að
öðru leyti en því að við sáum umrædda heykögglunarsam-
stæðu í vinnslu, en urðum að ferðast alla leið til Los Angeles í
Kaliforníu til þess. Þar var um fyrirtæki að ræða, sem fram-
leiddi aðallega heyköggla handa hrossaeigendum þar í borg.
Strax og heim var komið var haldinn fundur með fulltrúum
búnaðarsambandanna í Skagafirði, Eyjafirði og Húnavatns-
sýslum að Varmahlíð í Skagafirði og stuttu síðar var haldinn
fundur með Þingeyingum og fleirum að Hótel KEA á Akur-
eyri. Er óhætt að segja að ýmislegt hafi verið gert, og þá fyrst
og fremst fyrir atorku Gísla á Hofi, til þess að vekja áhuga
manna á þessari tækni, en allt kom fyrir ekki.
Asamt Gísla voru þeir Sveinn Jónsson, bóndi í Kálfsskinni,
og Egill Bjarnason, ráðunautur, í undirbúningsnefnd til að
kanna grundvöll að félagsstofnun með heykögglagerð að
markmiði með einstökum bændum eða samtökum þeirra og
var öllum, m.a. búnaðarfélögum á Norðurlandi, alls um 60
talsins, send bréf um þetta efni. Fjögur skrifleg svör bárust,
tvö höfnuðu hugmyndinni, en Búnaðarfélag Torfalækjar-
44