Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Side 14
félagsbú feðga eða systkina yrðu sem algengust. Er leið á sjötta
áratuginn var augljóst að ekki væri rétt að minnka jarðir,
nema þá til einhliða mjólkurframleiðslu eða ylræktar. Vegna
hinnar kostnaðarsömu vélvæðingar þurftu búin að stækka,
þótt stefnunni væri haldið óbreyttri að því leyti að forðast
verksmiðjubúskap eða mikið aðkeypt vinnuafl, heldur halda
sig fast við fjölskyldubú eða félagsbú skyldra. Flótti úr sveit-
um var um stund ekki fyrir hendi og nóg eftirspurn var eftir
sauðfjárafurðum, en vegna vaxandi verðbólgu innanlands var
augljóst að innan stundar fengist ekki fullt framleiðslukostn-
aðarverð fyrir útfluttar sauðfjárafurðir og enn síður fyrir
smjör og osta.
Brugðið fœti fyrir fjárbœndur.
Þegar ljóst var að ekki fengist fullt verð fyrir útflutt dilkakjöt
1958, ákvað Framleiðsluráð að nýta heimild í lögum um að
leggja verðjöfnunargjald á dilkakjöt á innlendum markaði til
að bæta upp útflutningsverðið ef með þyrfti. Þetta gagnrýndi
Alþýðuflokkurinn, sem jafnan er landbúnaði ekki þarfur ,
fremur en fjárpestir og aðrar plágur. Gengu forkólfarnir svo
langt að höfða mál gegn Framleiðsluráði til ógildingar verð-
jöfnunargjaldinu, sem þeir töldu óleyfilegt að leggja á.
Framleiðsluráð kom síknað frá dómstólunum, en ekki var öll
þraut úti. Er Alþýðuflokkurinn sat einn við völd 1959 í skjóli
Sjálfstæðisflokksins, kom ríkisstjórnin í samvinnu við neyt-
endafulltrúa í Framleiðsluráði í veg fyrir setningu verðlags-
grundvallar 1. sept. 1959, en setti í stað þess bráðabirgðalög er
ákváðu að verðlag landbúnaðarafurða skyldi óbreytt til 15.
desember.
Eftir kosningar haustið 1959 var mynduð hin misvinsæla
Viðreisnarstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks, sem þjóðin
mátti búa við í þrjú kjörtímabil.
Landbúnaðarráðherra þeirrar stjórnar, Ingólfi Jónssyni,
tókst að ná samkomulagi við erkióvini landbúnaðarins um
breytingu á Framleiðsluráðslögunum. Þar var meðal annars
fellt niður ákvæðið um verðjöfnunargjald á búvöru, en í þess
stað heimilað að greiða úr ríkissjóði útflutningsbætur, ef þess
16