Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 15
þyrfti til að ná skráðu verði fyrir útfluttar búvörur, en þó ekki
yfir 10% af verðgildi búvara á hlaði bænda, en bændur áttu
að fullnægja eftirspurn búvöru innanlands.
Þetta fannst bændum eftir atvikum góður árangur, sem
veitti mikið öryggi og gæfi svigrúm til þess að tryggja næga
framleiðslu mjólkur- og kjötvara í verstu árum, án þess að
valda verðlækkun vegna offramleiðslu í góðærum.
Framsýnir menn sáu þó í hendi sér að í lögin vantaði
varúðarákvæði um hvað gera skyldi þegar framleiðslan yrði
svo mikil að útflutningsbætur nægðu ekki, en öryggið bauð
slíkri þróun heim. Þótt ráðherra yndi sér vel við vinsældir
lagabreytingarinnar, vildi hann manna síst taka á sig óvin-
sældir af öryggisráðstöfunum. Það versta við þessi ákvæði um
útflutningsuppbætur var hættan á því, að ýmsir myndu sofna
á verðinum við að gæta fyllstu hagsýni við að halda fram-
leiðslu- og milliliðakostnaði í lágmarki og framleiðni í há-
marki. Meira að segja landbúnaðarráðherra sjálfur átti til
með að svara, þegar óskað var eftir að ríkið greiddi niður
rekstrarvörur á frumstigi eins og tilbúinn áburð, að slíkt skipti
ekki máli, af því áburðarverðið kæmi í verðlagsgrundvöllinn
og bændur fengju hann að fullu greiddan. Þetta var að vísu
sannleikur meðan lögheimilaðar útflutningsbætur nægðu, en
vísaði veginn til kæruleysis og spillingar eins og öryggi hættir
ávallt til að gera. Ég óttast að þetta öryggi hafi slævt skyldu-
tilfinningu sumra sláturleyfishafa, ullarmóttökuaðila og
mjólkursamlaga fyrir því að fá öll verk unnin sem hagkvæm-
ast, þ.e. að ná sem mestri framleiðni í milliliðaþjónustunni.
Sumir hafa jafnvel hugsað sem svo, að syndlaust væri að fjölga
starfsfólki við slátrun, ullarþvott, mjólkurvinnslu og þess
háttar störf umfram nauðsyn og greiða á stundum hærri laun
en taxtar ákváðu, og gera sem mest úr kostnaði við mannvirki
öll sem þessi milliliðastarfsemi á og þarf að endurnýja. Síðast
má nefna, að lítill hvati virðist hafa verið til þess hjá slátur-
leyfishöfum að selja vöruna eins fljótt og nokkur tök voru á,
helst virðist að frystihúsaeigendur vilji gjarnan geyma vör-
urnar sem lengst, líklega af því að geymslan gefi svo mikið í
aðra hönd. Það lítur helzt út fyrir að ráðamenn í þéttbýlis-
2
17