Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Side 124
nánast ekki söguna meir. KEA virtist ekki eiga krónu þá og
varan fékkst ekki leyst úr tolli fyrr en næstum mánuði eftir að
heim kom. Tók þá lítið betra við, þar eð, sökum voranna hjá
starfsmönnum Véladeildar, gekk lítið sem ekkert að senda
bændum vörur sínar fyrr en seint og um síðir — gott ef þær
eru enn farnar, sumar hverjar. Auk þess fannst mörgum verð
varanna, sem þó komu, hafa vaxið helst til mikið í verði. Sem
sagt — þjónusta þessi þetta árið fór að miklu leyti í vaskinn.
Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en tillögur
frá fundarmönnum þar um eru vel þegnar.
Rcektunarfélagið 80 ára.
Eins og ykkur er kunnugt, mörgum af eigin raun, var ráðist í
nokkurt tilstand þegar Ræktunarfélagið átti 80 ára afmæli
hinn 11. júní síðastliðið vor.
Stóð afmælishátíðin í þrjá daga, þar sem bændafólki var
boðið upp á mat og kaffi ásamt því að skoða húsakynni
félagsins og sýningarspjöld um sögu og starf félagsins frá
öndverðu. Auk þess voru verksmiðjur SlS til sýnis og sveitir
Eyjafjarðar, en Iðnaðardeild SlS og KEA gáfu gestum há-
degisverð og nokkur búnaðarfélög gáfu kaffi. Eiga þessir
aðilar, ásamt ýmsum fleiri, eins og ráðunautum BSE, sem
önnuðust leiðsögn um fjörðinn, miklar þakkir skyldar.
Síðdegis laugardaginn 11. júní var síðan efnt til lokahófs,
þar sem ýmsum gestum frá æðri stofnunum landbúnaðarins
innan og utan félagssvæðisins, ásamt öðrum, sem mjög
tengjast starfi félagsins, var boðið. Var eins konar heimaöfl-
unarveisla haldin, þar sem helst ekkert var boðið nema
rammíslenskur matur, en þar áttu Kjötiðnaðardeildir KEA
og Kf. á Svalbarðseyri ásamt Mjólkursamlagi KEA drýgstan
hlut að máli með því að leggja til matföng og Kf. Svalbarðs-
eyrar lagði auk þess til kokk. Slíka rausn sakar ekki að þakka
oftar en einu sinni.
Þótt margar og góðar gjafir hafi borist, bæði þeim er hér er
lýst og beinar afmælisgjafir, fer ekki hjá því að nokkuð varð
félagið sjálft að leggja að mörkum í kring um þetta. A móti
kom að styrkir til að koma sýningu þessari upp hafa þegar
126