Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 82
Annars eru íslenzkar sænautasögur afar mismunandi, og
má í stórum dráttum skipta þeim í tvo flokka, þ.e. annars
vegar, raunverulegar þjóðsögur með nokkuð fast mótuðum
sagnminnum, sem ganga í gegnum þær eins og rauður þráð-
ur, og hins vegar „sannar“ sögur (frásagnir), er gerzt hafa á
undanförnum 10-15 áratugum, oftast tímasettar og hafðar
eftir tilgreindum mönnum, sem urðu dýranna varir eða höfðu
nánar fregnir af þeim.
Skepnur þær sem lýst er í síðari flokknum, hafa yfirleitt ekki
hin dæmigerðu einkenni sækúnna í þjóðsögunum (nasa-
blöðru, lit o.fl.), og eru oftast nokkuð frábrugðnar venjulegum
nautgripum, jafnvel svo að efast má um, hvort telja beri þær
með sæneytum fremur en nykrum eða skrímslum.
FYRRI FLOKKUR SÆNEYTASAGNA
Þetta eru hinar dæmigerðu sæneytasögur þjóðsagnanna, um
sægráa nautgripi, sem oftast komu í flokkum upp úr sjónum, og
hafa blöðru milli nasanna en eru að öðru leyti sköpuð sem
landnaut. Oftast sjást þau rása á ströndinni í halarófu, eða
blandast við landkýr og valda þar ærslum, en stundum hittast
þau einnig inni í fjósi. Oftast nást ein eða fleiri kýr eða kálfar,
stundum jafnvel tarfar, og tekst að halda þeim á landi með
því að sprengja blöðruna, en hin steypa sér í sjóinn.
Afbrigði þessara sagna eru svo sögur, þar sem nautin eru
send af hafmennum í launaskyni fyrir að þeim er sleppt, en
þær þekkjast aðeins frá þremur stöðum á landinu.
Sérstakt afbrigði þessara sagna er það, þegar sænaut sjást
eðla sig með landkúm, eða landkúm er haldið undir sænaut,
en þær sagnir eru mjög skyldar sögum af huldunautum.
Sögum í þessum flokki fylgir gjarnan sú umsögn, að sæ-
kýrnar (sem náðust) hafi reynzt hinir bestu gripir, verið nyt-
háar og mjólkin kostarik, þess er og jafnan getið að þær hafi
orðið kynsælar og að frá þeim sé kominn ákveðinn kúastofn
sem dreifst hafi um sveitina eða annað tiltekið svæði. Ut-
dráttur sagnanna fer hér á eftir.
84