Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Side 8
verndar fjárbændum heima fyrir. Kom þá að takmörkuðum
notum að kjötið hafði unnið sér vinsældir í Noregi, þótt það
auðveldaði að vísu söluna. Litlu síðar urðu bændur, einkum
þeir skuldugu, fyrir áfalli er gengi íslensku krónunnar var
hækkað 1925. Þá þyngdist róðurinn enn. Til einhverra ráða
varð að grípa og þegar neyðin er stærst er oft hjálpin næst.
Útflutningsdeild SlS fann nýjan markað fyrir dilkakjötið með
því að flytja það frosið til Bretlands. Fannst sumum að
þennan markað hefði mátt nýta fyrr, og það ekki að ástæðu-
lausu. En hér var mikið verk að vinna við að fá byggt skip með
frystiútbúnaði til að geta flutt út kjötið, fá byggð kjötfrystihús
hjá öllum stærri kaupfélögunum til að byrja með og fleirum
síðar, og síðast en ekki síst að kenna íslendingum að verka
kjötið til frystingar, sem var mikill vandi.
Jón Árnason sendi mann til Nýja-Sjálands til að læra kjöt-
mat og verkun kjötsins. Síðan var komið á slátrunarnám-
skeiðum, þar sem fláning og önnur vinna við meðferð kjötsins
var kennd með þeirri festu og árangri að íslenska kjötið þótti
að öllum frágangi og verkun jafnast á við það besta, sem kom
á Lundúnamarkað, þótt mikið vantaði á slíkt í byrjun. Fyrsta
frystihúsið var byggt á Hvammstanga og fyrsti freðkjöts-
farmurinn fluttur út 1927. Nú birti yfir sauðfjárræktinni,
verðlag varð viðunandi, ótakmörkuð eftirspurn eftir kjöti í
London, og hagur bænda batnaði.
Einn var þó annmarki á íslenska kjötinu til að fá fyrir það
hæsta verð. Föllin voru of illa vaxin og holdþunn — vöðva-
fyllingu vantaði í læri, malir og bak og fjöldi falla var of
magur miðað við þátímakröfur. Var þetta orsök þess að
íslendingar fengu um 10% lægra verð fyrir sitt kjöt en greitt
var fyrir nýsjálenska kjötið.
Ræklun og kynbœtur fjárstofnsins.
Hér kom til kasta bænda undir forystu Búnaðarfélags Islands.
Allt til þessa tíma hafði náttúruúrval einkum mótað íslenzka
féð. Samt mun án efa nokkur rækt hafa verið lögð við að bæta
ull og mjólkurlagni ánna, og eftir að sauðasalan hófst til
Bretlands fóru margir að reyna að auka þunga fjárins, en lítt
10