Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 83
1) Sækýrnar í Höfða, Höfðahverfi, við Eyjafjörð.
Þetta mun vera frægasta sækúasagan hér á landi, enda er hún
til í mörgum og nokkuð mismunandi gerðum. Fyrst mun hún
hafa birst 1862 í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, I. bindi, bls.
134-135, eftir sögn sr. Arnljóts Ólafssonar. í hinni nýju útgáfu
þjóðsagnanna, er bætt við þremur sögum af þessum atburði í
III. bindi, bls. 204-206, og loks er ýtarleg frásögn í Þjóðsögum
Ólafs Davíðssonar, I. bindi, 3. útg. bls. 114-117.
Meginatriði sögunnar, sem fram koma í flestum gerðum
hennar, eru á þessa leið:
Endur fyrir löngu reru sjómenn (Höfðaklerkur eða húskarlar hans, segja
suraar sagnir) til fiskjar vestur á Eyjafjörðinn, út af Höfðanum, og drógu þá
mær eina fríða. Hafði öngullinn krækst um mittislinda hennar.
Þeir fluttu meyna heim í Höfða og fékk hún vist hjá prestinum þar. Lengi
vel mælti hún ekki orð frá vörum og var jafnan mjög fámálug. Um síðir
fengu menn þó upp úr henni, að hún héti Þórdís (eða svo var hún kölluð), og
sagðist hafa verið að skýla hjá eldhússtrompi móður sinnar, er hún festist á
önglinum.
Þórdis sækona var vel að sér um hannyrðir, og saumaði m.a. forkunnar
vandað altarisklæði, sem var í Höfðakirkju fram yfir aldamótin 1800, er það
var sent forngripasafninu í Kaupmannahöfn. (Sumir segja það væri í
Laufáskrikju, eða annað þar).
Ekki undi Þórdís hag sínum í Höfða, þótt vel væri við hana gert, og bað
þess jafnan að hún yrði flutt á sama mið á sama tíma að ári og sökkt þar
niður. Var það að lokum látið eftir henni. Kalla sumir það Þórdísarmið er
hún fékkst á.
1 þakklætisskyni og til marks um það að hún kæmist heilu og höldnu
heim til sín, kvaðst hún skyldu senda kýr nokkrar á land upp og gætu menn
náð þeim með þvi að sprengja á þeim blöðruna.
Stuttu síðar gengu sjö (níu eða tólf) kvígur og einn nautkálfur (griðung-
ur) á land í dalverpum þeim, vestan á Höfðanum, er síðan heita Kvígudalir.
Voru þau öll sægrá, með blöðru fyrir grönum. Tókst að handsama eina
(þrjár eða sex) kvíguna og nautið, en í öðru horni þess var koparhringur
mikill, sem gefinn var Höfðakirkju og notaður þar sem hurðarhringur, allt
fram um miðja 19. öld. A hann voru markaðar nautsmyndir sitt hvoru
megin við festinguna.
Sænautin voru flutt heim í Höfða, og alin þar upp og þóttu afbragðs
gripir. Æxluðust þau vel og af þeim er komið sægrátt kúakyn, er dreyfst
hefur um Þingeyjarþing, Eyjafjörð, og víðar um landið, og þykir hið besta
mjólkurkyn.
85