Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 69
Það er einkennandi, og styður þessa tilgátu, að hæstu býli í
öllum sýslum eru langt inn til landsins en aldrei í dölum úti á
annesjum, þar sem bæði er kaldara og úrkomusamara. I
Vestur-Húnavatnssýslu eru hæstu bæir í dölunum inn af
Hópi, þ.e. Víðidal og Fitjárdal og í Austurárdal, Vesturárdal
og Núpsdal, sem eru inn af Miðfirðinum. Búrfell á Miðfjarð-
arhálsi er aðeins i 125 m hæð og Sveðjustaðir í 100 m.
í Austur-Húnavatnssýslu eru hæstu bæir í dölunum þrem-
ur Svartárdal, Blöndudal og Svínadal. Gautsdalur í Laxárdal
er í 200 m hæð og Forsæludalur í Vatnsdal í 185 m hæð.
Hæsti bærinn er þó í Vatnsskarðinu, bær sem landfræðilega
heyrir fremur til Skagafjarðar.
I Skagafirðinum eru hæstu bæir í Svartárdal, Vesturdal og
Austurdal ásamt Vatnsskarðinu, en eftir því sem norðar
dregur á skaganum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, verða
fremstu bæir neðar. Fremrikot í Norðurárdal og Reykir í
Hjaltadal eru i svipaðri hæð, 245 m, en Þrasastaðir í Fljótum
eru í 190 m hæð.
í Eyjafirði eru hæstu bæir í Sölvadal og Eyjafjarðardal en
fast á eftir fylgja vesturdalirnir Öxnadalur og Hörgárdalur og
Svarfaðardalur. Villingadalur er í 220 m hæð, Litlidalur í
Djúpadal í 185 m hæð og Bakki í Ólafsfirði í 155 m hæð.
í Suður-Þingeyjarsýslu komast einungis bæir úr Bárðardal
og Mývatnssveit á blað. Reykir í Fnjóskadal eru í 255 m hæð,
Vallholt og Fellshlíð í Reykjadal í 250 m hæð og Geitafell í
Reykjahverfi í 180 m hæð.
I Norður-Þingeyjarsýslu skera náttúrulega bæir á Fjöllum
sig úr, en Undirveggur í Kelduhverfi er í 80 m hæð, Holt í
Þistilfirði í 70 m hæð og Tungusel í 35 m hæð.
Ýmsir kunna að segja að vart sé búandi á þeim hábýlum,
sem hér hefur verið fjallað um og best væri að leggja þau
umsvifalaust í auðn. An þess að rökstyðja það frekar þá tek ég
ekki undir þau stjónarmið, en hvet íbúa þeirra til að laga sig
að erfiðum aðstæðum og búa í samræmi við erfitt tíðarfar og
erfið ræktunarskilyrði.
Þetta greinarkorn er skrifað mönnum til fróðleiks og ábú-
endum hábýlanna til uppörfunar.
71