Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 62
koma upp verksmiðjunni nema með nokkurri þátttöku
heimamanna. Á undirbúningsstofnfundi hinn 17. júlí 1981,
þar sem um 60 manns voru mættir, var samþykkt að stofna
hlutafélag um byggingu og rekstur graskögglaverksmiðju.
Hlutafé var ákveðið 10 milljónir króna, þar af yrði eign ríkis-
sjóðs 75%. Þar með lá fyrir að afla þyrfti 2,5 milljóna króna,
eða eins fjórða af upphæðinni heimafyrir, og fór söfnun
hlutafjár fram á síðari hluta árs 1981 og fyrri hluta árs 1982.
Hlutafjársöfnun gekk býsna vel, en hluthafar í Skagafjarðar-
sýslu eru 340 einstaklingar eða flest allir bændur sýslunnar,
öll hreppsfélögin 13, öll hreppabúnaðarfélögin 14, Kaupfélag
Skagfirðinga, Ræktunarsamband Skagfirðinga og Slátur-
samlag Skagafjarðar. 1 Austur-Húnavatnssýslu eru 60 ein-
staklingar í 7 hreppum, 6 sveitarfélög, 2 hreppabúnaðarfélög,
Sölufélag Austur-Húnvetninga og Búnaðarsamband Aust-
ur-Húnvetninga og sést á þessu að þátttaka varð mjög góð og
almenn enda höfðu áskoranir á stjórnvöld verið mjög
ákveðnar og seinagangur átalinn.
Á þessum undirbúningsfundi voru kosnir tveir heimamenn
í bráðabirgðastjórn, þeir Kristófer Kristjánsson og Sigurður
Sigurðsson, en af hálfu ríkisins voru tilnefndir þeir Árni
Jónsson, landnámsstjóri, Þorsteinn H. Gunnarsson, Syðri-
Löngumýri, Svínavatnshreppi, og Reynir Gíslason, Bæ,
Hofshreppi.
Sumarið 1981 var unnið markvisst að ræktunarfram-
kvæmdum, grafnir upp skurðir, landið kýft og herfað og
ákveðinn staður fyrir byggingar, en þær eru um 700 metra
norður af Löngumýri. Var þá mælt fyrir, tekinn grunnur, ekið
fylliefni, stærð og gerð húsa ákveðin og unnin önnur nauð-
synleg undirbúningsstörf. Um veturinn var síðan safnað
hlutafé og stofnun félagsins undirbúin í samráði við land-
búnaðar- og fjármálaráðuneytin. Hinn 18. júní 1982 var
haldinn stofnfundur í Miðgarði og hlutafélagið formlega
stofnað, gengið frá stofnsamningi og samþykktum fyrir félagið
og hlaut það nafnið Vallhólmur hf. Undirbúningsstjórn var
endurkosin.
Að loknum stofnfundinum var síðan brugðið við og byrjað
64