Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 86
hann þá á háseta sína að ná þeim, og hlaupa þeir hver sem betur getur.
Komst Gunnar að öftustu kúnni, og gat sprengt blöðru hennar áður en hún
náði i vatnið. „Af henni er sagður kominn fjöldi bestu mjólkurkúa þar í
sveit, og kunna bændur þar að rekja ætt kúa sinna til hennar; eru þær allar
blágráar, sem af henni eru lifnaðar."
Ekki er ólíklegt að þarna sé á ferðinni sama sögnin, og fram
kemur í síðari hluta nr. 2, þar sem stutt er á milli Kálfatjarnar
og Voga, en ruglun gat átt sér stað vegna Kvíguvoga-nafnsins.
Hafi heimildamaður nr. 2 dvalist í Eyjafirði (Akureyri),
sem fram kemur í skýringum við söguna, er eðlilegt að hann
tengdi söguna við hið alkunna ævintýri af marmennlinum,
með hliðsjón af sögnunum frá Höfða, sem líklegt er að hann
hafi heyrt þar nyrðra.
Annað afbrigði þessarar sögu er sagan „Akraneskýrnar“ í 3.
bindi Þjóðsagna Jóns Amasonar (bls. 206), en þar er mjög
svipuð saga heimfærð upp á Akranes. Er hún höfð eftir
Brynjólfi Oddssyni, er segist hafa lesið hana í bók eftir Jón
Ólafsson, og er þar greinilega átt við „Ictyographiuna“.
Er þetta gott dæmi um það, hvernig þjóðsögur geta flutst
til og haldið þó sínum einkennum, en það er ein af ástæðum
þess að sömu sagnaminnin finnast oft í munnmælasögum frá
mismunandi stöðum og tímum, jafnvel í mismunandi heims-
álfum. Næst er þá að athuga þrjár sagnir af Austurlandi er
falla undir þennan sagnaflokk.
5) „Sœkýr í Breiðuvík“ við Borgarfjörð eystra. Þjóðsögur Jóns
Arnasonar L bindi (3. útg.), bls. 129. Handrit Jóns Bjarna-
sonar i Breiðuvík.
Segir þar af reynslu Bjarna sterka (Sveinssonar), er þar átti heima á 18.
öld. „Eitt sumar bar svo við, að Bjarni var úti á túni í þykkmiklu veðri og
þoku. Heyrir hann þá gripaferð út til sjávar fyrir neðan bæinn. Fer hann þá
að horfa út í þokuna. Sér hann þá að þar fer nautaflokkur, og eigi færri en
átján og lítill piltur hleypur á eftir, en þar eftir fór kálfur. Bjarni fór á stað
og í veg fyrir nautin, því hann þóttist vita að það mundu vera sænaut. En
þegar pilturinn sér það, fer hann að herða á nautunum að hlaupa. Það sér
Bjarni að uxi fer fyrst, og eru hringar í hornum hans, og hringlaði i þeim
þegar hann fór að hlaupa. Hlupu svo hver í kapp við aðra, Bjarni og
88