Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 106
mörgum þjóðum verið tengdar átrúnaði á ýmsan hátt og
verið taldar heilagar, svo sem enn tíðkast meðal Indverja,
enda eru kýrnar víða helzti næringargjafi mannfólksins.
Peter Costello í Dublin telur „huldunautasagnir“ vera al-
gengar á írlandi, og dæmi um að þau eðlist við kýr manna.
(Bréf dags. 14.2. ’84).
SMÁVEGIS UM KYNBÆTUR SÆNAUTA
Sæneytasögurnar í fyrra hópi þessara sagna geta þess jafnan,
að sækýrnar voru taldar betri mjólkurkýr, bæði að magni og
gæðum, en hinar venjulegu kýr landsmanna.
„Þórdísi þótti kúakyn það mjög lélegt, er hún sá á landi, og
vildi bæta það, ef þess væri auðið,“ segir í einni frásögninni af
sækonunni í Höfða í Eyjafirði. Segja má að kynbætur gangi í
gegnum þessar sögur eins og rauður þráður.
Hið sama kemur fram í allmörgum sögum af huldunaut-
um, en þeirra frægust var Huppa, sem kennd var við Kluftir í
Árnessýslu og gat af sér Kluftakynið, sem flest eða öll kyn-
bótanaut landsins hafa æxlast frá. Hefur Helgi á Hrafnkels-
stöðum ritað sögu hennar ýtarlega og skemmtilega í bók sinni:
Skýrt og skorinort, bls. 36-48. Jón Viðar Jónmundsson (1976)
telur Kluftastofninn meðal hinna bestu í landinu. Segir hann
einkennast af bröndóttum lit, og „mikilli mjólkurlagni,“ en
kýrnar af honum séu margar fremur veikbyggðar og fast-
mjalta.
Því miður höfum við engar viðlíka staðgóðar heimildir um
kynbótaáhrif sænauta, og „sægrái“ liturinn er nú víst orðinn
fremur fágætur og oftast meira eða minna blandaður öðrum
litum. Margir sveitamenn minnast þó kúa með ekta sægráum
lit.
Páll Zophoníasson ritaði grein um kúaliti í Búnaðarritið
1920. Segir hann litarfar kúnna yfirleitt mjög blandað, og
telur það merki um „hve langt við erum enn frá því marki, að
geta talað um ákveðna kynþætti, innan kúakyns okkar.“ Um
gráu kýrnar segir Páll:
108