Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 81
2. mynd. Kort af útbreiðslu sænautasagna í landinu. Stórir þríhyrmngar merkja
œvintýrasögur um sækýr sem marmennlar (sœkonur eða selmeyjar) senda á land, litlir
þríhyrningar aðrar þjóðsögur um sœneyti, og ferningar nýlegar frásagnir. Athyglisvert er
hve sögurnar þyrþast saman á takmörkuð svæði, og að nýlegar sögur eru oftast af sömu
svæðum og þjóðsögurnar.
konar draugur eða uppvakningur, sem oftast birtist í nauts-
líki, og átti aðalheimkynni sitt um miðhluta Norðurlands.
(Um Þorgeirsbola hefur Sigurður Nordal prófessor ritað
greinargott yfirlit i Gráskinnu hitia meiri, 2. bindi, bls.
285-339). Varð hans einkum vart við sjávarsíðuna, og stund-
um með kúm í haga eða jafnvel í fjósum, en talið var að hann
ofsækti kýr og ætti það til að ganga að þeim dauðum. Auk
þess fylgdi hann vissum mönnum og gerði þeim margvíslegar
skráveifur. Ýmsar Þorgeirsbolasögur bera þess merki að þær
hefðu eins vel getað átt við sænaut, og hefðu trúlega verið
skýrðar þannig ef þær hefðu gerst í öðrum landshlutum.
Vöntun sækúasagna af Suðurlandi og suðausturströndinni,
er erfiðara að útskýra, en sama virðist raunar gilda um ýmiss
konar „sæskrímsl“ önnur. Má vera að hafnleysið og hinir
miklu óbyggðu sandar með sjónum á þessu svæði, hafi þarna
eitthvað að segja.
83