Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 100

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 100
nú enn fortakslausar úr skugga um, að þarna var ekki á ferðinni neinn hestur, og engin önnur skepna, er þeir bæru kennsl á. Þetta dýr var lengra en hestur og nokkru lægra og kviðsíðara. Það hafði horn eins og kýr og langan hala, lengri en kýrhala, sem það dró á eftir sér, og stóran skúf neðaná halanum. Herðakamburinn var vaxinn faxi eða skúf, sem náði nokkuð fram á hálsinn, en milli hans og haussins var snögghært bil. Dýrið var steingrátt á lit, með dökkri skellu a.m.k. á öðru lærinu.“ Krakkarnir urðu nú skelkaðir og tóku til fótanna heim að bænum, „en dýrið sneri við og tölti til sjávar“. „Sáu þau það hverfa fram af malar- kambinum, og heyrðu það skvetta sér í sjóinn“. Var það í sama mund og Guðrún kom með fullorðna fólkinu fram á hlaðið, og missti það af sýninni. Daginn eftir fóru menn að svipast um eftir sporum dýrsins, því snjór var mikill á jörðu og lá jafnt yfir. Sáust sporin greinilega, „og voru einna líkust hundaferlum, en þó miklu stærri, eða á stærð við mannslófa. Sáust glöggt för eftir fimm eða sex tær á hverjum fæti og eina kló á hverri tá. Sporin röktu þeir eins langt til sjávar og snjór náði“. Lýsingum þessum ber allvel saman, og því eru mestar líkur til að um sé að ræða sama dýrið, eða a.m.k. sömu dýrategund í þeim öllum, en þess er þó að gæta, að eldri lýsingarnar geta dregið dám af þeim síðustu, og gagnkvæmt, ekki sízt vegna þess að um sömu sögumennina er að ræða í öll skiptin. Glöggt kemur fram í lýsingunum, að dýr þetta líkist mest kú, af þeim skepnum sem börnin þekkja, en er þó greinilega frábrugðið kúm, hvað snertir háls, hala og fótarlag, virðist jafnvel hafa verið klódýr, með 5-6 tær. 17) ,,Vatnskýnn“ að Hólmlátri, Skógaströnd, Snæf. Saga af þessum atburði sem gerðist sumarið 1882, mun fyrst hafa verið skráð af Sigfúsi Sigfússyni þjóðsagnaritara, 1904, eftir Sigurgeir Sigvaldasyni á Högnastöðum í Reyðarfirði, er hann segir vera „einn af þeim er sáu“ (A). Síðar birtist sagan með viðauka i Grimu (9. hefti, 1938?), rituð af Magnúsi Helgasyni skólastjóra, eftir Jörundi Guðbrandssyni og Daniel Sigurðs- syni, sem bjuggu í Hólmlátri þegar atburðurinn varð (B). Frásögn séra Magnúsar er einnig tekin upp í Ævisögu Árna Þórarinssonar, 5. bindi (Með eilífðarverum 2. útg. 3. bindi, bls. 192-195), og er þar enn viðauki við söguna (C). Nokkur mismunur er á frásögnum þeirra bænda Magnúsar og Sigurgeirs, og er frásögn þess síðarnefnda að 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.