Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Blaðsíða 100
nú enn fortakslausar úr skugga um, að þarna var ekki á ferðinni neinn
hestur, og engin önnur skepna, er þeir bæru kennsl á. Þetta dýr var lengra
en hestur og nokkru lægra og kviðsíðara. Það hafði horn eins og kýr og
langan hala, lengri en kýrhala, sem það dró á eftir sér, og stóran skúf neðaná
halanum. Herðakamburinn var vaxinn faxi eða skúf, sem náði nokkuð fram
á hálsinn, en milli hans og haussins var snögghært bil. Dýrið var steingrátt á
lit, með dökkri skellu a.m.k. á öðru lærinu.“
Krakkarnir urðu nú skelkaðir og tóku til fótanna heim að bænum, „en
dýrið sneri við og tölti til sjávar“. „Sáu þau það hverfa fram af malar-
kambinum, og heyrðu það skvetta sér í sjóinn“. Var það í sama mund og
Guðrún kom með fullorðna fólkinu fram á hlaðið, og missti það af sýninni.
Daginn eftir fóru menn að svipast um eftir sporum dýrsins, því snjór var
mikill á jörðu og lá jafnt yfir. Sáust sporin greinilega, „og voru einna líkust
hundaferlum, en þó miklu stærri, eða á stærð við mannslófa. Sáust glöggt
för eftir fimm eða sex tær á hverjum fæti og eina kló á hverri tá. Sporin
röktu þeir eins langt til sjávar og snjór náði“.
Lýsingum þessum ber allvel saman, og því eru mestar líkur
til að um sé að ræða sama dýrið, eða a.m.k. sömu dýrategund
í þeim öllum, en þess er þó að gæta, að eldri lýsingarnar geta
dregið dám af þeim síðustu, og gagnkvæmt, ekki sízt vegna
þess að um sömu sögumennina er að ræða í öll skiptin. Glöggt
kemur fram í lýsingunum, að dýr þetta líkist mest kú, af þeim
skepnum sem börnin þekkja, en er þó greinilega frábrugðið
kúm, hvað snertir háls, hala og fótarlag, virðist jafnvel hafa
verið klódýr, með 5-6 tær.
17) ,,Vatnskýnn“ að Hólmlátri, Skógaströnd, Snæf. Saga af
þessum atburði sem gerðist sumarið 1882, mun fyrst hafa
verið skráð af Sigfúsi Sigfússyni þjóðsagnaritara, 1904, eftir
Sigurgeir Sigvaldasyni á Högnastöðum í Reyðarfirði, er hann
segir vera „einn af þeim er sáu“ (A). Síðar birtist sagan með
viðauka i Grimu (9. hefti, 1938?), rituð af Magnúsi Helgasyni
skólastjóra, eftir Jörundi Guðbrandssyni og Daniel Sigurðs-
syni, sem bjuggu í Hólmlátri þegar atburðurinn varð (B).
Frásögn séra Magnúsar er einnig tekin upp í Ævisögu Árna
Þórarinssonar, 5. bindi (Með eilífðarverum 2. útg. 3. bindi,
bls. 192-195), og er þar enn viðauki við söguna (C).
Nokkur mismunur er á frásögnum þeirra bænda
Magnúsar og Sigurgeirs, og er frásögn þess síðarnefnda að
102