Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Síða 54
STEFÁN SKAFTASON:
SALTVÍKURVERKSMIÐJAN
Bygging graskögglaverksmiðju í Suður-Þingeyjarsýslu, hefur
átt sér langan aðdraganda. Fyrst mun málinu hafa verið
hreyft árið 1965, og alla tíð síðan hafa félagasamtök heima í
héraði, beitt sér fyrir framgangi málsins.
Með bréfi til Landnámsstjórnar frá 2. júní 1972, samþykkti
þáverandi landbúnaðarráðherra, Halldór E. Sigurðsson,
áætlun um byggingu nýrra graskögglaverksmiðja í landinu og
skyldu þær staðsettar í Flatey í Mýrarhreppi, Austur-Skafta-
fellssýslu, Hólminum í Skagafirði og Saltvík í Reykjahreppi,
Suður-Þingeyjarsýslu. Þessi ákvörðun landbúnaðarráðherra
átti m.a. þann aðdraganda, að á grundvelli 55. gr. laga nr.
45/1971, um Stofnlánadeild landbúnaðarins o.fl., hafði
starfað 6 manna nefnd, sem í voru aðilar frá Búnaðarfélagi
Islands og Landnámi ríkisins, til að gera drög að áætlun um
stofnun og staðsetningu slíkra verksmiðja. Af þeim þremur
verksmiðjum, sem ákveðið var að reisa, hafa tvær þegar hafið
rekstur. Það er í Flatey á Mýrum og Hólminum í Skagafirði.
Verksmiðjan í Reykjahverfi er enn á undirbúningsstigi.
Landnám ríkisins keypti jörðina Saltvík á árinu 1972, með
það að markmiði að þar yrði seinna meir byggð grasköggla-
verksmiðja. Ennfremur á Landnámið mikið land á
Hvammsheiði (um 1200 ha), sem ætlað er verksmiðjunni.
Árið 1976 skipaði þáverandi landbúnaðarráðherra, Halldór
56