Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 39
Séu stóðhross rekin í afrétti tel ég hagkvæmast að takmarka
þann upprekstur við folaldsmerar og tryppi í reiðhestafram-
leiðslu, þannig að beitin nýtist sem best til mjólkurmyndunar
og vaxtar. Sú hugmynd, sem fram kom á 34. ársþingi Lands-
sambands hestamannafélaga haustið 1983, að leyfa aðeins
upprekstur ættbókarfærðra hryssa í afrétti, er mjög athyglis-
verð. Þetta ættu stjórnir upprekstrarfélaga á Norðurlandi að
hugleiða í alvöru. Það er tvimælalaust sóun á viðkvæmum og
í senn næringarríkum afréttargróðri að nýta hann fyrir full-
vaxin geldhross, að mínum dómi ætti það alls ekki að við-
gangast.
Lokaorð.
Á svipaðan hátt og sauðfé hefur verið fækkað á undanförnum
árum þarf að hefjast handa við markvissa fækkun í hrossa-
stofninum, grisja á næstu árum úr gölluð eða léleg hross og
draga stórlega úr ásetningi folalda. Folaldakjöt selst allavega
mun betur en kjöt af fullorðnu, sem verður að leita markaða
fyrir erlendis með öllum tiltækum ráðum. Fækkun mundi á
engan hátt draga úr möguleikum fólks til að eiga reiðhesta og
slík þróun yrði lyftistöng fyrir hrossaræktina í landinu. Við-
horf til þessara mála eru að breytast, ekki síst meðal þeirra
sem stunda hestamennsku og hrossarækt af áhuga og alúð (11
& 12).
í lokin tel ég vel við eiga að vitna í orð hestamanns, Kára
Arnórssonar, í forystugrein í Eiðfaxa vorið 1983 (13), þar sem
fjallað er um ræktunarmálin, en þar segir m.a.: „Hið stranga
úrval sem átt hefur sér stað með graðhestana hefur borið
árangur. Það dylst engum. En ströngu vali þarf einnig að
beita þar sem hryssurnar eiga í hlut. Það er allt of mikið um
það, að lélegum hryssum sé haldið. Þeim á að farga. Á þann
hátt eigum við að fækka í hrossastofninum sem þegar er of
stór. Á þann hátt myndum við ná betri árangri í kynbótum
eins og málin standa hjá okkur í dag. Þetta myndi leiða af sér
verðmætari hross, betri afurðir.“ Auk þess að leggja áherslu á
grisjun hryssanna hvetur Kári til hófs í ásetningi á merfol-
41