Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Page 93
aldar, og nokkrar frá þeirri tuttugustu. Þær eru ýmist hafðar
beint eftir sjónarvottum, eða mönnum sem voru nákunnugir
þeim, margar nákvæmlega staðfærðar og tímasettar.
14) Sœdýrin í Þingeyjarsýslu (1958). Gráskinna hin meiri, 2.
bindi 1979, bls. 206-217. Morgunblaðið 24. maí 1967, og
blaðafregnir frá nóv.-des. 1958.
Ekki verður hjá því komist að minnast hér á dýrin sem sáust
við Heiðarhöfn á Langanesi og Laxamýri í Þingeyjarsýslu
snemma vetrar 1958, og ollu miklum blaðaskrifum. Þórberg-
ur Þórðarson sneri sér til Finns Guðmundssonar og bað hann
að kanna málið, en Finnur mæltist til þess við Jóhann
Skaptason sýslumann á Húsavík, að hann gerði skýrslu um
málið. Varð Jóhann vel við þeirri beiðni og yfirheyrði þá
Laxamýrarbræður, Björn og Vigfús Jónssyni, en Sigurður
Jónsson hreppstjóri á Efra-Lóni, tók skýrslu af fólkinu í
Heiðarhöfn. Eru allar þessar skýrslur skráðar í sakadómsbók
sýslumannsembættisins á Húsavík, 6. des. og 31. des. 1958.
Skýrslurnar voru birtar í heild í Morgunblaðinu 1967 og í
Gráskinnu hinni meiri, 1962, og eru því vel aðgengilegar
hverjum sem vill kynna sér þær. Er mál þetta gott dæmi um
„rétt viðbrögð“ þegar vart verður við furðudýr.
Þeir Laxamýrarbræður sáu dýrin 9. nóv. um kl. 17.30, í
Æðarvík (Ærvík) við Laxárós. „Lágskýjað var og dimmt upp
yfir, jörð auð, frostlaust og orðið rokkið, illa sauðljóst“.
Þeir fóru ofan í víkina, og sáu þá við árósinn, um 70 m frá sjó, tvær
skepnur, sem þeir héldu fyrst að væru sauðkindur, og beindu hundi sínum
að þeim fór hann alveg til þeirra, en sneri þá ýlfrandi frá.
„Gengu bræðurnir þá nær skepnunum og komu í ca. 15-20 m fjarlægð frá
þeim. Virtust þeim skepnurnar vera svartar að lit, gildar og nokkuð lura-
legar, en virtust vera snöggar á skrokkinn og telja þeir að útlit hafi verið
fyrir, að þær væru ekki hærðar. Stærðin virtist þeim vera á við skógarbjörn.
Þeir sáu glöggt að dýrið stóð á fjórum fótum, fremur gildum, á að gizka 50
sm háum. Bræðurnir lögðust niður og sáu þá glöggt í vatnið í ósnum, undir
kvið á öðru dýrinu. Háls dýranna virtist mjög stuttur, og hausinn beint
fram úr hálsinum, en niður úr hálsinum virtist vera eins og ávalur poki.“
Dýrin sneru frá þeim bræðrum og sáu þeir aftan á þau og á hægri hlið. Þau
virtust ekki gefa þeim neinn gaum, enda fóru þeir hljóðlega að þeim. (Sjá
mynd 3).
95