Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1983, Side 30
verulega fjölgun að ræða, þó hlutfallslega mest í þéttbýli. I
heildina hefur hrossum fjölgað um rúmlega 128% á Norður-
landi eystra, en um rúmlega 40% á Norðurlandi vestra, þar
sem þau voru þó mörg fyrir. Þess ber að geta, að á Norður-
landi vestra hefur fjölgunin verið hverfandi lítil síðustu 6-7
árin. Til fróðleiks má bæta við, að í þremur sveitarfélögum á
Norðurlandi fara hrossatölur á 2. þúsundið, þ.e.a.s. í Akra-
hreppi, Lýtingsstaðahreppi og á Akureyri.
Afréttarbeit hrossa.
A Norðurlandi eru á 5. þúsund hross auk folalda rekin í
afrétti, mest í Húnavatnssýslum og Skagafirði, en einnig
nokkuð í Eyjafjarðarsýslu. Þau eru rekin seinna á sumrin en
áður tíðkaðist, og beitartíminn er nú töluvert styttri. Annars
staðar á landinu er hrossaupprekstur ekki leyfður að undan-
skildum tveim hreppum í Borgarfjarðarhéraði. Víða í afrétt-
um sjást merki þess að ástand gróðurlenda hafi batnað eftir að
hross hættu að ganga á þeim. Þróunin er greinilega sú að
halda hrossum sem mest í héimalöndum, en láta sauðfé nýta
hina verðmætu hálendisbeit. Sumir sætta sig illa við það, að
hross eru látin víkja þegar ráðstafanir eru gerðar til að draga
úr beitarálagi í fullnýttum eða ofsetnum afréttarlöndum.
Slíkt hafa mörg upprekstrarfélög gert af nauðsyn og í fullu
samræmi við afréttarlög, þar sem gerður er greinarmunur á
búfjártegundum.
1 grófum dráttum velja hross til beitar sömu gróðurlendi og
sauðfé, þurrlendið er alltaf meira bitið en votlendið, hrossin
eru talin ganga nær landinu og skila minna arði fyrir beitina
en féð. Þótt grasgefið valllendi og mýrar í byggð geti hentað
vel til hrossabeitar er ljóst, að hrossabeit á viðkvæmum há-
lendisgróðri í samkeppni við sauðfé er ekki til hagabóta.
Bandarískur prófessor í beitarfræðum, sem var hér á ferð
sumarið 1983, bendir í skýrslu til Landbúnaðarráðuneytisins
á, að hrossabeit og traðk sé það skaðlegt viðkvæmu og upp-
skerurýru landi, að alls ekki sé réttlætanlegt að nýta hálend-
isafrétti hér á þann hátt. Þeir henti betur til hóflegrar sauð-
fjárbeitar (1).
32